Vilja styttri kappakstur

Raddir eru uppi um að stytta kappakstur formúlu-1.
Raddir eru uppi um að stytta kappakstur formúlu-1. ap

Meðal þess sem hin nýju sam­tök keppn­isliðanna í formúlu-1, FOTA, munu taka fyr­ir á fyrsta fundi sín­um, er til­laga um að stytta kapp­akst­ur­inn, en hann hef­ur lengi verið að lág­marki 300 km.

Fund­ur FOTA er ráðgerður í Monza næst­kom­andi fimmtu­dag. Að sögn ít­alska íþrótta­dag­blaðsins La Gazzetta dello Sport á sú hug­mynd að stytta keppn­ina ein­hvern hljóm­grunn meðal liðsstjór­anna.

„Kapp­akst­ur í hálfa aðra klukku­stund er alltof lang­ur. Við verðum að vinna að því að stytta tím­ann því oft­ast ger­ist ekki neitt á seinni helm­ing hans,“ hef­ur blaðið eft­ir liðsstjóra Ferr­ari, Stefano Domenicali.

Ferr­ari­for­stjór­inn Luca di Monteze­molo mun stýra fund­in­um í Monza en  Honda­stjór­inn Ross Brawn stýr­ir tækni­sviði FOTA.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert