Meðalaldur aldrei jafn lágur

Fyrstu þrír í Monza, hafa allir unnið sinn fyrsta sigur …
Fyrstu þrír í Monza, hafa allir unnið sinn fyrsta sigur í ár (f.v.) Kovalainen, Vettel og Kubica. ap

Meðal­ald­ur fyrstu þriggja ökuþóra í mark í formúlu-1 kapp­akstri hef­ur aldrei verið jafn lág­ur og í Monza í gær. Var meðal­ald­ur Sebastians Vettel, Heikki Kovalain­en og Roberts Ku­bica 23 ár, 11 mánuðir og 16 dag­ar.

Verðlauna­haf­arn­ir í gær eiga það sam­eig­in­legt að hafa all­ir þrír unnið sinn fyrsta kapp­akst­ur í formúlu-1 í ár. Síðast unnu þrír öku­menn jóm­frú­arkapp­akst­ur sinn á vertíðinni 2003.

Þar áttu í hlut Kimi Räikkön­en hjá McLar­en, Gi­ancar­lo Fisichella hjá Jor­d­an og Fern­ando Alon­so hjá Renault.

Það end­ur­spegl­ar ung­an ald­ur öku­manna í ár, að næst „yngsti“ verðlaunap­all­ur­inn var aðeins tæpra tveggja mánaða gam­all, eða frá í þýska kapp­akstr­in­um í Hocken­heim. 

Á hon­um stóðu Lew­is Hamilt­on, Nel­son Piqu­et yngri og Felipe Massa. Meðal­ald­ur þeirra var þá 24 ár, sjö mánuðir og einn dag­ur. 

Vettel, sig­ur­veg­ari gær­dags­ins, varð um helg­ina yngsti sig­ur­veg­ari sög­unn­ar í formúlu-1 og jafn­framt yngsti ökumaður­inn til að vinna rá­spól. Eitt met á hann til viðbót­ar frá í fyrra, en þá varð hann – í jóm­frú­arkapp­akstri sín­um – yngsti ökumaður­inn til að vinna stig í móti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert