Hamilton tapaði áfrýjuninni

Hamilton fagnaði sigri í Spa en var sviptur honum.
Hamilton fagnaði sigri í Spa en var sviptur honum. ap

Áfýj­un­arn­end Alþjóða akst­ursíþrótta­sam­bands­ins staðfesti í dag 25. sek­úndna tím­arefs­ingu, sem breski ökuþór­inn Lew­is Hamilt­on var lát­inn sæta í Belg­íukapp­akstr­in­um í ág­úst. Refs­ing­in þýddi, að Hamilt­on féll úr 1. sæti í það þriðja. 

Áfrýj­un­ar­nefnd­in staðfesti ákvörðun móts­stjórn­ar­inn­ar og taldi, að ekki væri hægt að áfrýja slík­um ákvörðunum.

Hamilt­on held­ur samt for­ust­unni í stiga­keppni öku­manna og er með 76 stig, einu stigi meira en Bras­il­íumaður­inn Felipe Massa.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert