Lánið lék við Alonso

Alonso fagnar á verðlaunapalli í fyrsta sinn á árinu.
Alonso fagnar á verðlaunapalli í fyrsta sinn á árinu. ap

Fern­ando Alon­so á Renault var í þessu að vinna sig­ur í fyrsta kvöld­kapp­akstri sög­unn­ar í formúlu-1. Ann­ar í Singa­púr varð Nico Ros­berg á Williams og þriðji Lew­is Hamilt­on á McLar­en. Er þetta fyrsti móts­sig­ur Renault í tvö ár og fyrsta sinn sem Alon­so kemst á verðlaunap­all á ár­inu.

Segja má að lánið hafi leikið við Alon­so að þessu sinni er ör­ygg­is­bíll var kallaður út í braut­ina. Eft­ir að hafa verið hraðskreiðast­ur á æf­ing­um í gær og fyrra­dag bilaði bens­ín­dæla í bíln­um í tíma­tök­un­um svo hann varð að hefja keppni í 15. sæti. Upp­gjöf var þó ekki í spil­un­um því úr því ákvað hann að sækja með lít­illi bens­ín­hleðslu og á mýkri dekkj­un­um.

Vann hann sig fram úr nokkr­um bíl­um í ræs­ing­unni og fyrstu hringj­um. Tók fyrst­ur þjón­ustu­stopp og var í því er fé­lagi hans Nel­son Piqu­et skall utan í vegg svo að kalla varð ör­ygg­is­bíl­inn út.

Á því hagnaðist heims­meist­ar­inn fyrr­ver­andi því skyndi­lega var hann orðin meðal fremstu. Þeir sem á und­an voru áttu ým­ist eft­ir að stoppa eða taka út refs­ingu fyr­ir að skjót­ast inn að bíl­skúr meðan þjón­ustu­svæðið var lokað vegna ör­ygg­is­bíls­ins. 

Rétt eft­ir miðbik kapp­akst­urs­ins var Alon­so orðin fyrst­ur og jók smám sam­an for­ystu sína. Þegar 11 hring­ir voru eft­ir var hann 18-19 sek­únd­um á und­an og virt­ist ör­ugg­ur um sig­ur.

Það for­skot gufaði hins veg­ar upp er ör­ygg­is­bíll­inn var aft­ur send­ur út í braut­ina, nú vegna ákeyrslu Adri­ans Su­til hjá Force India á ör­ygg­is­vegg. Skyndi­lega voru Ros­berg og Hamilt­on í skott­inu á hon­um.

Frá þeim tókst Alon­so að slíta sig strax og ör­ygg­is­bíll­inn fór úr braut­inni, byggði upp sex sek­úndna for­skot á tveim­ur hringj­um og var aldrei ógnað. Ros­berg hélt sömu­leiðis öðru sæt­inu og náði með því sín­um besta ár­angri á ferl­in­um – og það þrátt fyr­ir akst­ur­svíti.

Liðsfé­lagi hans Kazumi Nakajima varð í átt­unda sæti og því báðir Williamsþór­arn­ir í stiga­sæti.

Hamilt­on eyk­ur for­yst­una og McLar­en upp fyr­ir Ferr­ari í keppni bílsmiða 

Í svækj­unni í Singa­púr sætti Hamilt­on sig við þriðja sætið frem­ur en taka áhættu á óhappi við að reyna akst­ur fram úr Ros­berg. Styrkti hann stöðu sína mjög í keppn­inni um heims­meist­ara­titil ökuþóra, jók for­skotið á Felipe Massa hjá Ferr­ari í 7 stig, 84:77. Massa leið mar­tröð eft­ir að hafa haft ör­ugga for­ystu fyrstu 15 hring­ina.

Til að bæta gráu ofan á svart fyr­ir Massa veittu dóm­ar­ar móts­ins liðinu akst­ur­svíti fyr­ir að hleypa hon­um af stað beint í veg fyr­ir Adri­an Su­til sem var að koma inn að sín­um bíl­skúr. Varð Massa því að aka auka­ferð gegn­um bíl­skúr­arein­ina í refs­ing­ar­skyni.

Úrslit kapp­akst­urs­ins í Singa­púr

Staðan í stiga­keppni öku­manna og bílsmiða

Alonso létt í Singapúr.
Alon­so létt í Singa­púr. ap
Rosberg hefur aldrei áður orðið annar á mark í formúlu-1.
Ros­berg hef­ur aldrei áður orðið ann­ar á mark í formúlu-1. ap
Gamlir liðsfélagar og féndur, Alonso og Hamilton, stinga saman nefjum …
Gaml­ir liðsfé­lag­ar og fénd­ur, Alon­so og Hamilt­on, stinga sam­an nefj­um á pall­in­um í Singa­púr. ap
Massa rýkur af stað með bensínslönguna í eftirdragi.
Massa rýk­ur af stað með bens­ínslöng­una í eft­ir­dragi. ap
Renaultliðið fagnar sigri í Singapúr.
Renaultliðið fagn­ar sigri í Singa­púr. ap
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert