Hamilton og McLaren með undirtökin í Fuji

Hamilton vann lotu í rimmunni gegn Massa (t.h.) í tímatökunum …
Hamilton vann lotu í rimmunni gegn Massa (t.h.) í tímatökunum í Fuji. ap

Lew­is Hamilt­on hjá McLar­en var í þessu að vinna tíma­tök­ur jap­anska kapp­akst­urs­ins í Fuji. Lið hans stend­ur vel að vígi í rimm­unni við Ferr­ari því fé­lagi hans Heikki Kovalain­en varð þriðji. Milli þeirra á rásmarki er Kimi Räikkön­en hjá Ferr­ari en titilk­andi­dat­inn Felipe Massa varð aðeins fimmti.

Rá­spóll­inn er sá sjötti sem Hamilt­on vinn­ur á ár­inu og lík­lega sá mik­il­væg­asti á lokaps­rett­in­um í rimmu þeirra Massa um heims­meist­ara­titil ökuþóra. En McLar­enþór­inn varð að tjalda öllu því sem hann átti því fyr­ir síðustu tíma­tilraun­ina var hann ann­ar, á milli Räikkön­en og Massa.

Räikkön­en var eins og nýr maður miðað við und­an­far­in mót og það var ekki fyrr en á loka­sek­únd­un­um sem Hamilt­on komst upp fyr­ir hann. Massa bætti sig ekki í loka­tilraun­inni og hrapaði niður í fimmta sæti er Fern­ando Alon­so á Renault og síðan Kovalain­en komust fram fyr­ir hann í blá­lok­in.

Hugs­an­lega get­ur þessi staða Massa veikt mjög von­ir hans í titilslagn­um en eft­ir er að koma í ljós hvernig keppnisáætlan­ir liðanna leggj­ast.

Robert Ku­bica hjá BMW varð sjötti en liðsfé­lagi hans Nick Heidfeld leið hörm­ung­ar. Féll út í fyrstu lotu og hef­ur keppni í aðeins 16. sæti. Aft­ar hef­ur hann ekki verið á rásmarki. Í byrj­un vik­unn­ar var hann end­ur­ráðinn hjá BMW og hefði ef­laust viljað fagna því með öðrum hætti en þess­um.

Toyotaþór­arn­ir Timo Glock og Jarno Trulli verða á fjórðu rás­röð á heima­velli liðsins, en Toyota á Fuji-braut­ina. Í ní­unda og tí­unda sæti ræsa síðan öku­menn Toro Rosso, Sebastian Vettel og Sebastien Bour­da­is.

Dav­id Coult­h­ard varð ell­efti og hafði bet­ur í tíma­tök­um gegn liðsfé­laga sín­um  Mark Webber hjá Red Bull í aðeins annað sinn á ár­inu. Hondaliðið var slakt á heima­velli, bíl­ar þess hefja keppni á næst öft­ustu rás­röð.

Niðurstaða tíma­tök­unn­ar varð ann­ars sem hér seg­ir:

Röð Ökuþór Bíll Lota 1 Lota 2 Lota 3
1. Hamilt­on McLar­en 1:18.071 1:17.462 1:18.404
2. Räikkön­en Ferr­ari 1:18.160 1:17.733 1:18.644
3. Kovalain­en McLar­en 1:18.220 1:17.360 1:18.821
4. Alon­so Renault 1:18.290 1:17.871 1:18.852
5. Massa Ferr­ari 1:18.110 1:17.287 1:18.874
6. Ku­bica BMW 1:18.684 1:17.931 1:18.979
7. Trulli Toyota 1:18.501 1:17.541 1:19.026
8. Glock Toyota 1:17.945 1:17.670 1:19.118
9. Vettel Toro Rosso 1:18.559 1:17.714 1:19.638
10. Bour­da­is Toro Rosso 1:18.593 1:18.102 1:20.167
11. Coult­h­ard Red Bull 1:18.303 1:18.187
12. Piqu­et Renault 1:18.300 1:18.274
13. Webber Red Bull 1:18.372 1:18.354
14. Nakajima Williams 1:18.640 1:18.594
15. Ros­berg Williams 1:18.740 1:18.672
16. Heidfeld BMW 1:18.835
17. Barrichello Honda 1:18.882
18. Butt­on Honda 1:19.100
19. Su­til Force India 1:19.163
20. Fisichella Force India 1:19.910
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert