Bordais refsað

Massa snýr bílnum við eftir samstuðið við Bourdais.
Massa snýr bílnum við eftir samstuðið við Bourdais. ap

Sebastien Bourdais hjá Toro Rosso hlaut akstursvíti fyrir samstuð þeirra Felipe Massa hjá Ferrari undir lok japanska kappakstursins. Færist hann úr sjötta sæti í það tíunda og Massa í það sjöunda.

Bourdais var á útleið úr þjónustustoppi er Massa dró hann uppi á leið inn í fyrstu beygju. Reyndi Massa að komast utanvert fram úr en við það snertust bílarnir, með þeim afleiðingum að Ferrarifákurinn snarsnerist.

Ákváðu dómararnir að Bourdais bæri víti og bættu 25 sekúndum við lokatíma hans. Við það féll hann niður um fjögur sæti. Og þar sem Massa flyst upp um eitt minnkar forysta Lewis Hamilton hjá McLaren í keppninni um heimsmeistaratitil ökuþóra í fimm stig.

Við refsinguna flyst liðsfélagi Bourdais, Sebastian Vettel, upp í sjötta sæti úr því sjöunda og Mark Webber hjá Red Bull í áttunda og síðasta stigasætið.

Úrslit kappakstursins í Fuji eftir refsingu Bourdais

Staðan í stigakeppni ökumanna og bílsmiða

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert