Hamilton ók fullkomnlega

Hamilton tók öll völd á fyrstu metrunum og var aldrei …
Hamilton tók öll völd á fyrstu metrunum og var aldrei ógnað af ökumönnum Ferrari. ap

Lewis Hamilton hjá McLaren ók fullkomlega og hafði kínverska kappaksturinn í hendi sér. Vann öruggan sigur af ráspól. Ferrari beitti liðsfyrirmælum og lét Kimi Räikkönen hægja ferðina og hleypa Felipe Massa upp í annað sætið. Rimma þeirra Hamiltons um heimsmeistaratitil ökumanna ræðst því í lokamótinu eftir hálfan mánuð.

Allt annar gáll var á Hamilton í Kíne en í Japan fyrir viku því hann tók völdin strax í ræsingunni og var aldrei ógnað. Räikkönen var þó lengst af í seilingarfjarlægð en Massa hélt aldrei í við þá.

Eftir seinni þjónustoppin var Hamilton níu sekúndum á undan Räikkönen og 14 á undan Massa. Þar með virtust möguleikar Ferrari gegn McLarenþórnum úr sögunni. Og í stað þess að láta Räikkönen reyna sækja að Hamilton og valda honum þannig erfiðleikum og hugsanlegum vandræðum gat McLarenþórinn hægt ferðina og sparekið síðustu hringina vegna liðsfyrirmæla Ferrari.

Fernando Alonso hjá Renault, sigurvegari síðustu tveggja móta,  varð fjórði og blandaði sér aldrei í keppni þriggja fyrstu. Á fyrsta hring missti hann Heikki Kovalainen hjá McLaren fram úr sér en vann sig fljótlega fram úr honum aftur. Kovalainen ók mjög langa aðra lotu í tilraunum til að vinna sig fram á við, en ekkert hafðist upp úr því þar sem dekk sprakk hjá honum. Hætti hann svo keppni þegar sex hringir voru eftir.

Robert Kubica hjá BMW vann sig úr 11. sæti í það sjötta og varð rétt á eftir liðsfélaga sínum Nick Heidfeld. Þrátt fyrir góðan akstur er Kubica nú úr leik í titilkeppninni.

Timo Glock hjá Toyota stoppaði aðeins einu sinni og vann sig upp í sjöunda sæti úr því tólfta. Nelson Piquet á Renault vann síðasta stigið, varð áttundi. Grunninn að því sæti lagði hann með löngum fyrsta kafla, eins og Kubica.

Endi var bundinn á stigasöfnun Toro Rosso þar sem Sebastian Vettel varð níundi, þremur sætum aftar en í ræsingu, og Sebastien Bourdais þrettándi, eftir samstuð við Jarno Trulli rétt eftir ræsingu. Við það féll hann úr áttunda sæti í það 18.

Með sigrinum, hinum fimmta á árinu, hefur Hamilton sjö stiga forystu á Massa fyrir lokamótið, sem fram fer í heimaborg þess síðarnefnda, Sao Paulo í Brasilíu, 94:87.  Alonso komst í sjötta sæti í stigakeppninni, upp fyrir Kovalainen. Ferrari jók forystuna á McLaren í keppni bílsmiða um fjögur stig. Fyrir lokamótið er munurinn 11 stig, 156:145, ítalska liðinu í hag.

Úrslit kappakstursins í Sjanghæ

Staðan í stigakeppni ökumanna og bílsmiða

Á fyrstu hringjunum var ljóst hvert stefndi í Sjanghæ.
Á fyrstu hringjunum var ljóst hvert stefndi í Sjanghæ. ap
Hamilton fagnar á innhring í Sjanghæ.
Hamilton fagnar á innhring í Sjanghæ. ap
Gleði Hamiltons er meiri en ökumanna Ferrari á palli í …
Gleði Hamiltons er meiri en ökumanna Ferrari á palli í Sjanghæ. ap
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert