Hamilton ók fullkomnlega

Hamilton tók öll völd á fyrstu metrunum og var aldrei …
Hamilton tók öll völd á fyrstu metrunum og var aldrei ógnað af ökumönnum Ferrari. ap

Lew­is Hamilt­on hjá McLar­en ók full­kom­lega og hafði kín­verska kapp­akst­ur­inn í hendi sér. Vann ör­ugg­an sig­ur af rá­spól. Ferr­ari beitti liðsfyr­ir­mæl­um og lét Kimi Räikkön­en hægja ferðina og hleypa Felipe Massa upp í annað sætið. Rimma þeirra Hamilt­ons um heims­meist­ara­titil öku­manna ræðst því í loka­mót­inu eft­ir hálf­an mánuð.

Allt ann­ar gáll var á Hamilt­on í Kíne en í Jap­an fyr­ir viku því hann tók völd­in strax í ræs­ing­unni og var aldrei ógnað. Räikkön­en var þó lengst af í seil­ing­ar­fjar­lægð en Massa hélt aldrei í við þá.

Eft­ir seinni þjónu­stopp­in var Hamilt­on níu sek­únd­um á und­an Räikkön­en og 14 á und­an Massa. Þar með virt­ust mögu­leik­ar Ferr­ari gegn McLar­enþórn­um úr sög­unni. Og í stað þess að láta Räikkön­en reyna sækja að Hamilt­on og valda hon­um þannig erfiðleik­um og hugs­an­leg­um vand­ræðum gat McLar­enþór­inn hægt ferðina og spa­rekið síðustu hring­ina vegna liðsfyr­ir­mæla Ferr­ari.

Fern­ando Alon­so hjá Renault, sig­ur­veg­ari síðustu tveggja móta,  varð fjórði og blandaði sér aldrei í keppni þriggja fyrstu. Á fyrsta hring missti hann Heikki Kovalain­en hjá McLar­en fram úr sér en vann sig fljót­lega fram úr hon­um aft­ur. Kovalain­en ók mjög langa aðra lotu í til­raun­um til að vinna sig fram á við, en ekk­ert hafðist upp úr því þar sem dekk sprakk hjá hon­um. Hætti hann svo keppni þegar sex hring­ir voru eft­ir.

Robert Ku­bica hjá BMW vann sig úr 11. sæti í það sjötta og varð rétt á eft­ir liðsfé­laga sín­um Nick Heidfeld. Þrátt fyr­ir góðan akst­ur er Ku­bica nú úr leik í titil­keppn­inni.

Timo Glock hjá Toyota stoppaði aðeins einu sinni og vann sig upp í sjö­unda sæti úr því tólfta. Nel­son Piqu­et á Renault vann síðasta stigið, varð átt­undi. Grunn­inn að því sæti lagði hann með löng­um fyrsta kafla, eins og Ku­bica.

Endi var bund­inn á stiga­söfn­un Toro Rosso þar sem Sebastian Vettel varð ní­undi, þrem­ur sæt­um aft­ar en í ræs­ingu, og Sebastien Bour­da­is þrett­ándi, eft­ir samstuð við Jarno Trulli rétt eft­ir ræs­ingu. Við það féll hann úr átt­unda sæti í það 18.

Með sigr­in­um, hinum fimmta á ár­inu, hef­ur Hamilt­on sjö stiga for­ystu á Massa fyr­ir loka­mótið, sem fram fer í heima­borg þess síðar­nefnda, Sao Pau­lo í Bras­il­íu, 94:87.  Alon­so komst í sjötta sæti í stiga­keppn­inni, upp fyr­ir Kovalain­en. Ferr­ari jók for­yst­una á McLar­en í keppni bílsmiða um fjög­ur stig. Fyr­ir loka­mótið er mun­ur­inn 11 stig, 156:145, ít­alska liðinu í hag.

Úrslit kapp­akst­urs­ins í Sj­ang­hæ

Staðan í stiga­keppni öku­manna og bílsmiða

Á fyrstu hringjunum var ljóst hvert stefndi í Sjanghæ.
Á fyrstu hringj­un­um var ljóst hvert stefndi í Sj­ang­hæ. ap
Hamilton fagnar á innhring í Sjanghæ.
Hamilt­on fagn­ar á inn­hring í Sj­ang­hæ. ap
Gleði Hamiltons er meiri en ökumanna Ferrari á palli í …
Gleði Hamilt­ons er meiri en öku­manna Ferr­ari á palli í Sj­ang­hæ. ap
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert