Alonso fljótastur í Sao Paulo

Alonso í Sao Paulo í dag.
Alonso í Sao Paulo í dag. ap

Fernando Alonso hjá Renault hrifsaði til sín efsta sætið frá heimamanninum Felipe Massa hjá Ferrari á lokasekúndum seinni æfingar brasilísku mótshelgarinnar. Lewis Hamilton hjá McLaren varð aðeins níundi.

Jarno Trulli hjá Toyota hefur náð sér sæmilega af veikindum sem héldu honum rúmföstum í gær því hann setti þriðja besta tíma æfingarinnar, varð rétt á undan Kimi Räikkönen hjá Ferrari.

Massa var lengstan part æfingarinnar meðal bestu brautartíma en Hamilton í miðjum hópi. Ók McLarenþórinn hringina að jafnaði sekúndu hægar en á morgunæfingunni og læsti bremsum hvað eftir annað við beygjur á miðkafla brautarinnar.

Raki var lengstum í brautinni af völdum rigningarúða. Á lokamínútunum þornaði hún hins vegar hratt og tímarnir breyttust ört. Þegar 90 sekúndur voru eftir skaust Alonso úr 18. sæti í það fyrsta.

Á sama hring skaust félagi hans Nelson Piquet úr tuttugasta og neðsta sæti í það sjöunda.

Niðurstaða æfingarinnar varð sem hér segir:

Röð Ökuþór Bíll Tími Bil Hri.
1. Alonso Renault 1:12.296 43
2. Massa Ferrari 1:12.353 +0.057 41
3. Trulli Toyota 1:12.435 +0.139 44
4. Räikkönen Ferrari 1:12.600 +0.304 32
5. Webber Red Bull 1:12.650 +0.354 45
6. Vettel Toro Rosso 1:12.687 +0.391 47
7. Piquet Renault 1:12.703 +0.407 44
8. Rosberg Williams 1:12.761 +0.465 42
9. Hamilton McLaren 1:12.827 +0.531 33
10. Nakajima Williams 1:12.886 +0.590 42
11. Coulthard Red Bull 1:12.896 +0.600 38
12. Kubica BMW 1:12.971 +0.675 48
13. Heidfeld BMW 1:13.038 +0.742 49
14. Glock Toyota 1:13.041 +0.745 39
15. Kovalainen McLaren 1:13.213 +0.917 37
16. Barrichello Honda 1:13.221 +0.925 39
17. Bourdais Toro Rosso 1:13.273 +0.977 41
18. Button Honda 1:13.341 +1.045 49
19. Sutil Force India 1:13.428 +1.132 32
20. Fisichella Force India 1:13.691 +1.395 33
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert