Alonso í megrun svo Renaultinn verði öflugri

Alonso er 5% léttari nú en í fyrra.
Alonso er 5% léttari nú en í fyrra. mbl.is/renaultf1

Vegna breytinga á formúlubílunum fyrir komandi keppnistíð leita liðin nýra leiða til að bæta getu þeirra. Ökuþórarnir láta ekki sitt eftir liggja en því léttari sem þeir eru því léttari er bíllinn og svigrúm til notkunar kjölfestu þar með meira.

Fernando Alonso hjá Renault lætur ekki sitt eftir liggja í þessum efnum, ef marka má frásögn spænska dagblaðsins Diario AS. Það segir Alonso hafa með líkamsrækt tekist að létta sig um 3,5 kíló frá því sem hann var á keppnistíðinni í fyrra. 

Blaðið segir Alonso vera 67 kíló en hefur eftir einkaþjálfara hans, Fabrizio Borra, að lengra verði ekki gengið því þá myndi það bitna á vöðvastyrk hans.

Meðal annars hefur Alonso hjólað undanfarið í fjórar klukkustundir á dag. Í byrjun árs æfði hann dag nokkurn með spænsku atvinnumannaliði sem er með sigurvegara Tour de France hjólreiðakeppninnar í sínum röðum. Kom geta Alonso á hjólhestinum knöpunum mjög á óvart.

Það kom hjólreiðamönnunum á óvart hversu öflugur Alonso var á …
Það kom hjólreiðamönnunum á óvart hversu öflugur Alonso var á hjólhestinum. mbl.is/renaulft1
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert