Ítalskur dómstóll gerir sektarsátt við tæknimenn McLaren

Njósnamálið sett mark sitt á vertíðina 2007.
Njósnamálið sett mark sitt á vertíðina 2007. mbl.is/mclarenf1

Dómstóll í Modena á Ítalíu, heimabæ Ferrariliðsins, hefur komist að dómssátt við fjóra verkfræðinga McLarenliðsins vegna aðildar þeirra að njósnamáli sem kom upp 2007 og varðaði gögn um keppnisbíla Ferrari.

Með þessu er lokið enn einum kaflanum í málinu og aðeins eftir að ljúka málum á hendur háttsettum fyrrverandi starfsmanni Ferrariliðsins, Nigel Stepney.

Að sögn blaðsins Il Resto del Carlino gerði dómstóllinn sátt við tæknimennina Mike Coughlan, Rob Taylor, Jonathan Neale og Paddy Lowe sem játuðu að hafa séð gögn um 2007-bíla Ferrari. Þeim hugverkum Ferrari er Stepney sakaður um að hafa komið í hendur Coughlan, aðalhönnuðar McLaren é þeim tíma.

Í sáttinni felst að þrír tæknimannanna borga 150.000 evrur í sekt hver en Coughlan 180.000 evrur. Honum var samstundis sagt upp störfum hjá McLaren er í ljós kom að hann hafði undir höndum 780 síðna hefti af Ferrarigögnum frá Stepney.

Ítalskir saksóknarar eiga enn í málarekstri á hendur Stepney. Bæði vegna njósnanna og ennfremur er hann sakaður um tilraun til skemmdarverks á keppnisbílum Ferrari rétt áður en þeir skyldu sendir til keppni í Mónakó vorið 2007.

Nigel Stepney á góðri stundu með Michael Schumacher.
Nigel Stepney á góðri stundu með Michael Schumacher.
Kovalainen á McLaren og Räikkönen á Ferrari í slag í …
Kovalainen á McLaren og Räikkönen á Ferrari í slag í Melbourne 2008. reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert