Renault brúkar KERS í Melbourne

Renault notar KERS í Melbourne.
Renault notar KERS í Melbourne. reuters

Renault segist munu notast við KERS-búnaðinn svonefnda strax í fyrsta kappakstri ársins, í Melbourne. Það er fyrst keppnisliða formúlunnar til að gera upp hug sinn til notkunar búnaðarins í fyrsta móti.

Flest liðanna velta nú vöngum yfir því hvort þau taki búnaðinn umdeilda í notkun í fyrsta móti. Nokkur þeirra munu bíða með það fram á sumar. Reynsla Renault af búnaðinum undanfarið dugar liðinu til að gera upp hug sinn.

Með þessu er alla vega úr sögunni sú hætta, að ekkert keppnisliðanna myndi taka KERS-búnaðinn í notkun við upphaf vertíðarinnar. Mörg liðanna hafa að undanförnu sagt búnað sinn einfaldlega ekki tilbúinn til notkunar svo vel væri.

McLaren, BMW og Ferrari hafa ekki gefið upp hvort þau noti búnaðinn þegar í fyrsta móti. Sex liðanna hafa hins vegar staðfest að KERS verði ekki í þeirra bílum í Melbourne.

Þar er um að ræða Williams, Toyota, Toro Rosso, Red Bull, Force India og  Brawn GP.

Forsvarsmenn Renault höfðu í upphafi miklar efasemdir um ágæti KERS-búnaðar fyrir formúlubíla. Bob Bell, tæknistjóri Renault, segir hins vegar nú, að það hafi komið liðsmönnum á óvart hversu vel búnaður liðsins hafi reynst.

KERS-búnaðurinn endurnýtir hemlaorku keppnisbílanna og gefur þeim með því viðbótarkraft.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert