Trulli og Glock dæmdir úr leik

Þverbörðin í afturvæng Toyotunnar svignuðu, sem er ólöglegt.
Þverbörðin í afturvæng Toyotunnar svignuðu, sem er ólöglegt. reuters

Toytaliðið hef­ur verið dæmt úr leik í tíma­tök­um ástr­alska kapp­akst­urs­ins í Mel­bour­ne. Stóðust bíl­ar Jarno Trulli og Timo Glock ekki skoðun eft­ir tíma­tök­una, en einn eft­ir­lits­mann­anna er Ólaf­ur Guðmunds­son akst­ursíþróttafrömuður. 

Ástæða úr­sk­urðar­ins er sú, að væng­börð í aft­ur­væng reynd­ust svigna mjög  mikið sem er ólög­legt, þar sem það hef­ur áhrif á af­köst bíl­anna og hraða. Fær­ast Toyot­urn­ar því niður í öft­ustu sæti rásmarks­ins, úr sjötta og átt­unda sæti.

Í tækni­regl­um og hönn­un­ar­for­send­um fyr­ir keppn­is­bíl­anna seg­ir, að væng­irn­ir megi ekki svigna neitt né hreifast, eins og mun hafa átt sér stað, sam­kvæmt niður­stöðum skoðun­ar­mann­anna.

Brottrekst­ur úr tíma­tök­unni hef­ur í för með sér harðari viður­lög til aft­ur­færslu á rásmarki en gír­kassa­skipt­ing. Því flyst Lew­is Hamilt­on hjá McLar­en upp í 18. sæti en Glock hef­ur keppni af 19. rásstað og Trulli af þeim tutt­ug­astsa.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert