Toytaliðið hefur verið dæmt úr leik í tímatökum ástralska kappakstursins í Melbourne. Stóðust bílar Jarno Trulli og Timo Glock ekki skoðun eftir tímatökuna, en einn eftirlitsmannanna er Ólafur Guðmundsson akstursíþróttafrömuður.
Ástæða úrskurðarins er sú, að vængbörð í afturvæng reyndust svigna mjög mikið sem er ólöglegt, þar sem það hefur áhrif á afköst bílanna og hraða. Færast Toyoturnar því niður í öftustu sæti rásmarksins, úr sjötta og áttunda sæti.
Í tæknireglum og hönnunarforsendum fyrir keppnisbílanna segir, að vængirnir megi ekki svigna neitt né hreifast, eins og mun hafa átt sér stað, samkvæmt niðurstöðum skoðunarmannanna.
Brottrekstur úr tímatökunni hefur í för með sér harðari viðurlög til afturfærslu á rásmarki en gírkassaskipting. Því flyst Lewis Hamilton hjá McLaren upp í 18. sæti en Glock hefur keppni af 19. rásstað og Trulli af þeim tuttugastsa.