Räikkönen sá fram á þriðja sætið

Räikkönen glímir við Barrichello hjá Brawn í dag.
Räikkönen glímir við Barrichello hjá Brawn í dag. reuters

Kimi Räikkönen hjá Ferrari segist á því að hann hafi verið á leið til annars sætis í ástralska kappakstrinum er hann féll úr leik. Losnaði afturendi bílsins upp í beygju svo hann snerist og rakst utan í öryggisvegg er 12 hringir voru eftir.

Við atvikið þurfti hann að fara þriðja sinni inn að bílskúr og fallinn niður í 16. sæti átti hann enga möguleika. Stuttu seinna hætti hann keppni vegna bilunar í drifbúnaði.

„Það voru mín mistök að lenda á veggnum, ég snerist mjög skyndilega. Eftir á að hyggja hefðum líklegast orðið í öðru sæti, en svona fór, því miður,“ sagði Räikkönen eftir kappaksturinn.

„Ég fór eðlilega inn í beygjuna en skyndilega réði ég ekki för, afturendinn losnaði upp. Líklega voru það mín mistök, ég vil engu öðru kenna um, en það er skrítið hvernig þetta gerðist alveg fyrirvaralaust.Því miður gat ég ekki forðast vegginn,“ bætti hann við.

Räikkönen sagði að Ferrari þyrfti að gera betur en í dag. Hann sagði brautina í Melbourne ólíka öllum öðrum og því bindur hann vonir við að gengið verði allt annað á næstunni.

Og hann bætti því við, að það myndi ráðast af úrslitum kærumáls hvort Ferrari drægi á Brawnliðið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert