Schumacher gagnrýnir dómara

Michael Schumacher gagnrýnir refsingu Vettels í Melbourne.
Michael Schumacher gagnrýnir refsingu Vettels í Melbourne. reuters

Michael Schumacher dreg­ur í efa rétt­mæti ákvörðunar dóm­ara ástr­alska kapp­akst­urs­ins er þeir refsuðu Sebastian Vettel vegna árekst­urs þeirra Roberts Ku­bica á loka­hringj­um keppn­inn­ar í Mel­bour­ne.

Eft­ir kapp­akst­ur­inn bað Vettel, sem ekur fyr­ir Red Bull, bæði lið sitt og Ku­bica af­sök­un­ar á at­vik­inu, sem átti sér stað er þrír hring­ir voru eft­ir. Í sjálfs­gag­an­rýni nefndi hann sjálf­an sig í þessu sam­bandi sem „fífl“ við fjöl­miðla.

Ekki eru all­ir á einu máli um að sök­in lægi al­farið hjá Vettel sem freistaði þess að verj­ast sókn Ku­bica á bet­ur dekkjuðum BMW-bíl og halda öðru sæt­inu. Af­leiðing­in var árekst­ur svo báðir féllu úr leik.

Schumacher er í þeim hópi sem kem­ur Vettel til varn­ar. „Hann var að inn­an­verðu - hann gat ekki látið bíl­inn leys­ast upp og út í loftið,“ sagði heims­meist­ar­inn fyrr­ver­andi við út­breidd­asta blað Þýska­lands, Bild.

Ann­ar meist­ari, Keke Ros­berg, sagði að Vettel hafi e.t.v. verið refsað því hann væri „alltof hrein­skil­inn ná­ungi“.

Dóm­ar­ara kapp­akst­urs­ins sögðu hann hafa valdið árekstr­in­um og dæmdu hann til 10 sæta aft­ur­færslu á rásmark­inu í næsta móti; Malasíukapp­akstr­in­um næsta sunnu­dag.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert