Toyoturnar léttastar

Trulli og Glock sinntu aðdáendum eftir tímatökurnar í Barein.
Trulli og Glock sinntu aðdáendum eftir tímatökurnar í Barein. mbl.is/toyotaf1

Tilgáta Sebastians Vettel hjá Red Bull um að ökumenn Toyota hafi verið á mun léttari bílum en hann í tímatökunum í Barein í dag reyndust réttar. Er bíll Jarno Trulli 10,5 kílóum léttari og bíll Timo Glock 16 kg léttari.

Ættu þeir því að vera viðbragðsfljótari í ræsingunni á morgun en gætu misst Vettel fram úr sér þar sem þeir þurfa að stoppa og tanka miklu fyrr.

Af 10 fremstu bílunum eru Vettel, Nico Rosberg hjá Williams og Ferrariþórarnir Felipe Massa og Kimi Räikkönen áberandi þyngri en aðrir. Gefur það vísbendingu um herfræði og ljóst að þessir fjórir munu taka sitt fyrsta þjónustustopp nokkrum hringjum seinna en aðrir.

Þá er og ljóst, að bílar BMW eru um 30-40 kílóum þyngri en bílar toppliðanna og því allt útlit fyrir að Robert Kubica og Nick Heidfeld ætla einungis að taka eitt þjónustustopp.

Þyngd bílanna í ræsingunni á morgun er annars sem hér segir:

Rásröð Ökuþór Bíll Þyngd (kg)
1. Trulli Toyota 648.5
2. Glock Toyota 643.0
3. Vettel Red Bull 659.0
4. Button Brawn 652.5
5. Hamilton McLaren 652.5
6. Barrichello Brawn 649.0
7. Alonso Renault 650.5
8. Massa Ferrari 664.5
9. Rosberg Williams 670.5
10. Räikkönen Ferrari 671.5
11. Kovalainen McLaren 678.5
12. Nakajima Williams 680.9
13. Kubica BMW 698.6
14. Heidfeld BMW 696.3
15. Piquet Renault 677.6
16. Sutil Force India 679.0
17. Buemi Toro Rosso 678.5
18. Fisichella Force India 652.0
19. Webber Red Bull 656.0
20. Bourdais Toro Rosso 667.5
Kubica (t.v.) og Vettel í Barein í dag.
Kubica (t.v.) og Vettel í Barein í dag. reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert