Button á ráspól á morgun

Rubens Barrichello, ökumaður Brawn liðsins varð þriðji í tímatökum í …
Rubens Barrichello, ökumaður Brawn liðsins varð þriðji í tímatökum í dag en félagi hans Jenson Button varð fyrstur. Reuters

Bretinn Jenson Button, ökumaður Brawn liðsins í Formúlu 1 kappakstri, verður á ráspól þegar ræst verður í Spánarkappaksturinn á morgun. Button varð fyrstur í tímatökum í morgun en þetta er í þriðja sinn á keppnistímabilinu sem Button vinnur ráspól.

Þjóðverjinn Sebastian Vettel, hjá Red Bull, varð annar í tímatökum í dag og Rubens Barrichello, liðsfélagi Buttons hjá Brown liðinu,verður þriðji. Fjórði á ráslínu verður Felipe Massa, Ferrari og fimmti, Mark Webber, Red Bull.

Niðurstaða tímatökunnar varð annars sem hér segir:

Röð Ökuþór Bíll Lota 1 Lota 2 Lota 3
1. Button Brawn 1:20.707 1:20.192 1:20.527
2. Vettel Red Bull 1:20.715 1:20.220 1:20.660
3. Barrichello Brawn 1:20.808 1:19.954 1:20.762
4. Massa Ferrari 1:20.484 1:20.149 1:20.934
5. Webber Red Bull 1:20.689 1:20.007 1:21.049
6. Glock Toyota 1:20.877 1:20.107 1:21.247
7. Trulli Toyota 1:21.189 1:20.420 1:21.254
8. Alonso Renault 1:21.186 1:20.509 1:21.392
9. Rosberg Williams 1:20.745 1:20.256 1:22.558
10. Kubica BMW 1:20.931 1:20.408 1:22.685
11. Nakajima Williams 1:20.818 1:20.531
12. Piquet Renault 1:21.128 1:20.604
13. Heidfeld BMW 1:21.095 1:20.676
14. Hamilton McLaren 1:20.991 1:20.805
15. Buemi Toro Rosso 1:21.033 1:21.067
16. Raikkonen Ferrari 1:21.291
17. Bourdais Toro Rosso 1:21.300
18. Kovalainen McLaren 1:21.675
19. Sutil Force India 1:21.742
20. Fisichella Force India 1:22.204

Jenson Button leiðir í keppni ökumanna í Formúla 1, er með 31 stig. Næstur kemur Rubens Barrichello með 19 stig og í þriðja sæti í keppni ökumanna er Sebastian Vettel með 18 stig.

Brawn liðið hefur afgerandi forystu, er með 50 stig. Red Bull er með 27,5 stig og lið Toyota 26,5 stig. Ræst verður í Spánarkappakstrinum klukkan 12 á hádegi á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert