Liðum sem hóta að hætta fjölgar

Red Bull vann tvöfaldan sigur í Kínakappakstrinum.
Red Bull vann tvöfaldan sigur í Kínakappakstrinum. mbl.is/redbullf1

Það er ekki nóg með að bæði Ferr­ari, Toyota og BMW hafi hótað að til­kynna ekki þátt­töku í formúlu-1 fyr­ir árið 2010 vegna óánægju með fyr­ir­hugaðar reglu­breyt­ing­ar Alþjóða akst­ursíþrótta­sam­bands­ins (FIA). Nú hef­ur Red Bull liðið bæst í hóp­inn, en eig­andi þess á einnig Toro Rosso.

Frest­ur til að til­kynna þátt­töku í formúl­unni á næsta ári renn­ur út 29. maí næst­kom­andi. Fjöldi liða formúl­unn­ar hef­ur lýst megnri óánægju með fyr­ir­ætlan­ir FIA sem farið hef­ur fram án sam­ráðs við liðinog boðað breyt­ing­ar á tækni­regl­um, keppn­is­fyr­ir­komu­lagi og fjár­mál­um liðanna.

Sam­tök formúluliðanna, FOTA, hafa kraf­ist fund­ar með FIA um málið og er bú­ist við að af hon­um verði eft­ir hálf­an mánuði tæp­an, á kapp­akst­urs­helg­inni í Mónakó. 

For­seti FIA, Max Mosley, hef­ur hleypt illu blóði í deil­una með yf­ir­lýs­ing­um um að formúl­an gæti lifað án Ferr­ari. Lýsti hann því yfir er for­seti Ferr­ari og forsprakki FOTA, Luca di Monteze­molo, lýsti andúð sinni á boðuðum  ein­hliða aðgerðum FIA.

Meg­in ágrein­ings­efnið er sú ákvörðun Mosley að setja 45 millj­óna evra þak á út­gjöld liða og hönn­un­ar­frelsi þeirra sem á það fall­ast. Keppn­islið sem vildu kosta meiru til verða hins veg­ar að sæta ströng­um for­send­um um hönn­un bíla sinna, ólíkt hinum liðunum.

Þetta fyr­ir­komu­lag hefði í för með sér a.m.k. tvenns  kon­ar gerðir keppn­is­bíla. Eig­andi Red Bull tek­ur und­ir með öðrum for­svars­mönn­um er hann seg­ir við blaðið Salzburger Nachrichten í Aust­ur­ríki: „Skil­yrði til þess að við til­kynn­um þátt­töku [2010]  á næsta ári eru ekki fyr­ir hendi.“ 

Og að óbreyttu ástandi, bætti hann við:  „Af nú­ver­andi liðum verða aðeins tvö eða þrjú eft­ir“.


Max Mosley þykir óbilgjarn.
Max Mosley þykir óbil­gjarn.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert