Mosley segist sáttfús

Max Mosley, forseti FIA.
Max Mosley, forseti FIA.

Max Mosley, forseti Alþjóða akstursíþróttasambandsins (FIA), hefur að nýju skrifaði keppnisliðum formúlunnar (FOTA) og boðið upp á málamiðlun í þrætunni um framtíð formúlu-1. Hann neitar þó að rýmka frekar frest sem liðunum hefur verið gefinn til að afturkalla fyrirvara við keppni 2010.

Fresturinn rennur út á föstudag og því aðeins tveir dagar til að leysa þrætur FIA og FOTA.   Liðin skrifuðu Mosley og Bernie Ecclestone í gær og hvöttu þá til málamiðlunar svo koma mætti í veg fyrir að liðin klyfu sig frá formúlu-1 og stofnuðu eigin mótaröð.

Mosley setur í dag skilyrði fyrir málamiðlun sem eru þau að liðin samþykki nú þegar allar reglur sem ákveðnar hafi verið fyrir næsta ár en síðan hefjist strax viðræður um að breyta þeim í samræmi við óskir liðanna.

Í því felst einnig að liðin verði nú að samþykkja þak á útgjöld en Mosley segir að síðan megi semja um breytingar á því hið fyrsta.

Liðin gera kröfu til þess að mótorframleiðandanum Cosworth verði geret skylt að skrúfa niður afl keppnismótora fyrir næsta ár. Mosley hafði heimilað Cosworth að smíða mótora í samræmi við 2006-reglur, eins og það gerði á sínum tíma. Mosley segir of stutt til næsta árs til að hanna nýja mótora á grundvelli 2010-reglanna.

Þá segist FIA-forsetinn tilbúinn að ræða og semja við liðin um stjórnarhætti formúlunnar  í framtíðinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert