Mosley segist sáttfús

Max Mosley, forseti FIA.
Max Mosley, forseti FIA.

Max Mosley, for­seti Alþjóða akst­ursíþrótta­sam­bands­ins (FIA), hef­ur að nýju skrifaði keppn­isliðum formúl­unn­ar (FOTA) og boðið upp á mála­miðlun í þræt­unni um framtíð formúlu-1. Hann neit­ar þó að rýmka frek­ar frest sem liðunum hef­ur verið gef­inn til að aft­ur­kalla fyr­ir­vara við keppni 2010.

Frest­ur­inn renn­ur út á föstu­dag og því aðeins tveir dag­ar til að leysa þræt­ur FIA og FOTA.   Liðin skrifuðu Mosley og Bernie Ecc­lest­one í gær og hvöttu þá til mála­miðlun­ar svo koma mætti í veg fyr­ir að liðin klyfu sig frá formúlu-1 og stofnuðu eig­in mótaröð.

Mosley set­ur í dag skil­yrði fyr­ir mála­miðlun sem eru þau að liðin samþykki nú þegar all­ar regl­ur sem ákveðnar hafi verið fyr­ir næsta ár en síðan hefj­ist strax viðræður um að breyta þeim í sam­ræmi við ósk­ir liðanna.

Í því felst einnig að liðin verði nú að samþykkja þak á út­gjöld en Mosley seg­ir að síðan megi semja um breyt­ing­ar á því hið fyrsta.

Liðin gera kröfu til þess að mótor­fram­leiðand­an­um Cosworth verði ger­et skylt að skrúfa niður afl keppn­is­mótora fyr­ir næsta ár. Mosley hafði heim­ilað Cosworth að smíða mótora í sam­ræmi við 2006-regl­ur, eins og það gerði á sín­um tíma. Mosley seg­ir of stutt til næsta árs til að hanna nýja mótora á grund­velli 2010-regl­anna.

Þá seg­ist FIA-for­set­inn til­bú­inn að ræða og semja við liðin um stjórn­ar­hætti formúl­unn­ar  í framtíðinni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert