Webber: „Mjög sérstök stund“

Webber stóðst atlögur Barrichello í tímatökunum í Nürburgring.
Webber stóðst atlögur Barrichello í tímatökunum í Nürburgring. reuters

Mark Webber sagði það sér­staka stund fyr­ir sig að hafa unnið rá­spól þýska kapp­akst­urs­ins í Nür­burgring. Fagnaði hann sín­um fyrsta rá­spól á ferl­in­um. Kom hann best frá afar tví­sýnni keppni þar sem veðrið í Ei­fel­fjöll­um tók völd­in að hluta.  

Webber er fyrsti ástr­alski ökuþór­inn til að vinna rá­spól frá því Alan Jo­nes gerði slíkt árið 1980. Lagði hann ökuþóra Brawn, Jen­son Butt­on og Ru­bens Barrichello, að velli svo og liðsfé­laga sinn Sebastian Vettel. Þess­ir þrír eru all­ir ofar Webber að stig­um í keppn­inni um heims­meist­ara­titil öku­manna.

„Þetta er afar sér­stak­ur dag­ur fyr­ir mér. Að ná rá­spól . . . ég hef nokkr­um sinn­um verið ná­lægt því. Hér erum við nú, liðið hef­ur staðið sig frá­bær­lega alla helg­ina og þurft­um að taka á hon­um stóra okk­ar í tíma­tök­unni.

Bíll­inn virk­ar mjög vel hér en það var erfitt að lesa aðstæður og meta hvers þurfti, hvaða dekk skyldi nota. Þetta vart virki­lega erfið tíma­taka að því leyti. Auðvitað kem­ur reynsl­an að góðum not­um og maður hef­ur fullt af frá­bæru fólki í kring­um sig,þess vegna unn­um við rá­spól­inn,“ sagði Webber.

Hann sagði það nú tak­mark sitt að vinna úr stöðunni með það í huga að vinna jóm­frúr­sig­ur sinn í formúlu-1. Á ár­inu hef­ur hann þris­var orðið ann­ar í mark, þar af í tveim­ur síðustu mót­um. Hann hef­ur fulla trú á að hann sé fær um að aka til sig­urs á morg­un.

„Það er von­andi, ég er í frá­bærri stöðu til að ná þeim áfanga. Þess­ir ná­ung­ar [Butt­on og Barrichello] hafa verið sterk­ir á keppn­istíðinni og ég hlakka til keppn­inn­ar við þá. Ég ætla reyna vinna minn fyrsta sig­ur á morg­un.

Við erum klár­ir í hvaða aðstæður sem er, en allt verður að ganga manni í hag­inn. Ég hef nokkr­um sinn­um verið ná­lægt því, orðið nokkr­um sinn­um í öðru sæti. Sú stund kann að koma, kannski á morg­un, að ég sigri,“ sagði Webber.

Webber brosmildur á blaðamannafundi eftir tímatökurnar í Nürburgring.
Webber bros­mild­ur á blaðamanna­fundi eft­ir tíma­tök­urn­ar í Nür­burgring. reu­ters
Ráspóllinn í Nürburgring er sá fyrsti sem Webber vinnur.
Rá­spóll­inn í Nür­burgring er sá fyrsti sem Webber vinn­ur. reu­ters
Ökuþórar Brawn, Button og Barrichello, ætla að keppa til sigurs …
Ökuþórar Brawn, Butt­on og Barrichello, ætla að keppa til sig­urs við Webber í Nür­burgring. reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert