Toyota býður Trulli framlengingu

Trulli verður áfram hjá Toyota.
Trulli verður áfram hjá Toyota. reuters

Jarno Trulli liggur þessa dagana yfir nýjum samning sem Toyota hefur lagt fyrir hann. Vill liðið hafa hann áfram í sínum röðum og boðið honum framlengingu á samningi út næsta ár, 2010.

Trulli segir það takmark sitt að keppa áfram í formúlu-1 en um tíma þótti líklegra að hann drægi sig í hlé til að sinna fjölskyldu sinni og víngerðarfyrirtæki sem gengið hefur mjög vel.

Nú er hann hins vegar staðráðinn í að halda áfram keppni en hann á 208 mót að baki í formúlu-1. Er það einkum góðar framfarir hjá Toyotaliðinu í ár sem kveikt hafa keppnisneistann að nýju.

Toyota er sagt hafa gert Kimi Räikkönen tilboð um að koma í sínar raðir en þar sem hann hafi afþakkað hafi liðið gert Trulli tilboð um áframhaldandi veru í liðinu.

Sjálfum finnst honum og eiga óklárað verk í formúlunni, en það er að færa Toyota sinn fyrsta mótssigur.  „Það er eitt af markmiðum mínum og ég geri allt til þess að ná því í ár. Ég vona að sú stund renni upp og maður geti gripið gæsina þegar hún gefst,“ segir Trulli.


Trulli fremstur í flokki.
Trulli fremstur í flokki. reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert