Tímatakan tefst vegna slyss

Massa á leið um borð í þyrlu sem flutti hann …
Massa á leið um borð í þyrlu sem flutti hann á sjúkrahús. reuters

Tímataka ungverska kappakstursins hefur verið stöðvuð ótímabundið vegna slyss í brautinni í annarri lotu. Fljúgandi stykki hæfði hjálm Felipe Massa hjá Ferrari með þeim afleiðingum að hann flaug út úr brautinni og hafnaði af miklu afli á öryggisvegg. Óljóst er um líðan hans.

Stykkið fljúgandi mun hafa brotnað af Brawn-bíl Rubens Barrichello. Skall það á höfði Massa og mun hann hafa skorist í andliti. Hann hélt hins vegar meðvitund og er talið að hann sé ekki alvarlega slasaður. Talsmaður Ferrari segist vongóður um að hann geti keppt á morgun. 

Eftir að Massa var náð upp úr bílnum var hann fluttur í sjúkraskýli brautarinnar og síðan flogið með þyrlu á sjúkrahús. Er sjúkrabörurnar voru bornar inn í þyrluna veifaði Massa til áhorfenda.

Bíll Massa var illa útleikinn eftir slysið.
Bíll Massa var illa útleikinn eftir slysið. reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert