BMW hverfur á braut

Orðrómur um að BMW ætlaði að hætti þátttöku í formúlu-1 við komandi vertíðarlok reyndist réttur.  Forsvarsmenn þýska bílafyrirtækisins staðfestu það á blaðamannafundi í München í dag. Spænska liðið Epsilon Euskadi lýsti í morgun yfir vilja til að fylla skarð BMW, verði liðið ekki selt öðrum sem halda munu því gangandi.

BMW hefur náð slökum árangri í formúlunni í ár í kjölfar tveggja góðra ára. Norbert Reithofer, formaður stjórnar BMW, segir ákvörðunina afleiðingu af endurskoðun framtíðarstefnu fyrirtækisins.

„Auðvitað var þetta erfið ákvörðun. En í samræmi við breytta stefnu var þetta fumlaust skref af okkar hálfu,“ sagði Reithofer.

Epsilon Euskadi, sem vill fylla skarð BMW, var í hópi liða sem fyrr í sumar sóttu um aðild að formúlu-1 á næsta ári en sat eftir.   

Samtök formúluliðanna (FOTA) hétu því í dag, að gera allt sem í þeirra valdi stæði til að tryggja framtíð keppnisliðsins. Samtökin áttu drjúgan þátt í því að Brawnliðið hélt áfram keppni eftir að japanski bílsmiðurinn Honda dró sig út úr keppni í desember sl.

Alþjóða akstursíþróttasambandið (FIA) sagði að ákvörðun BMW um að draga sig út úr formúlu-1 kæmi ekki á óvart. Gagnrýndi sambandið forsvarsmenn keppnisliðanna fyrir að standa gegn niðurskurði á tilkostnaði við formúluna. Segir FIA niðurskurð myndu hafa komið í veg fyrir brottför sem þessa.

Mario Theissen liðsstjóri hnípinn á blaðamannafundinum þar sem brottför BMW …
Mario Theissen liðsstjóri hnípinn á blaðamannafundinum þar sem brottför BMW var tilkynnt. reuters
Nick Heidfeld hjá BMW í Hungaroring um helgina.
Nick Heidfeld hjá BMW í Hungaroring um helgina. reuters
Reynt vrður að halda liðinu gangandi þótt BMW hætti aðkomu …
Reynt vrður að halda liðinu gangandi þótt BMW hætti aðkomu að því. reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert