BMW hverfur á braut

00:00
00:00

Orðróm­ur um að BMW ætlaði að hætti þátt­töku í formúlu-1 við kom­andi vertíðarlok reynd­ist rétt­ur.  For­svars­menn þýska bíla­fyr­ir­tæk­is­ins staðfestu það á blaðamanna­fundi í München í dag. Spænska liðið Epsilon Eu­ska­di lýsti í morg­un yfir vilja til að fylla skarð BMW, verði liðið ekki selt öðrum sem halda munu því gang­andi.

BMW hef­ur náð slök­um ár­angri í formúl­unni í ár í kjöl­far tveggja góðra ára. Nor­bert Reit­hofer, formaður stjórn­ar BMW, seg­ir ákvörðun­ina af­leiðingu af end­ur­skoðun framtíðar­stefnu fyr­ir­tæk­is­ins.

„Auðvitað var þetta erfið ákvörðun. En í sam­ræmi við breytta stefnu var þetta fum­laust skref af okk­ar hálfu,“ sagði Reit­hofer.

Epsilon Eu­ska­di, sem vill fylla skarð BMW, var í hópi liða sem fyrr í sum­ar sóttu um aðild að formúlu-1 á næsta ári en sat eft­ir.   

Sam­tök formúluliðanna (FOTA) hétu því í dag, að gera allt sem í þeirra valdi stæði til að tryggja framtíð keppn­isliðsins. Sam­tök­in áttu drjúg­an þátt í því að Brawnliðið hélt áfram keppni eft­ir að jap­anski bílsmiður­inn Honda dró sig út úr keppni í des­em­ber sl.

Alþjóða akst­ursíþrótta­sam­bandið (FIA) sagði að ákvörðun BMW um að draga sig út úr formúlu-1 kæmi ekki á óvart. Gagn­rýndi sam­bandið for­svars­menn keppn­isliðanna fyr­ir að standa gegn niður­skurði á til­kostnaði við formúl­una. Seg­ir FIA niður­skurð myndu hafa komið í veg fyr­ir brott­för sem þessa.

Mario Theissen liðsstjóri hnípinn á blaðamannafundinum þar sem brottför BMW …
Mario Theis­sen liðsstjóri hníp­inn á blaðamanna­fund­in­um þar sem brott­för BMW var til­kynnt. reu­ters
Nick Heidfeld hjá BMW í Hungaroring um helgina.
Nick Heidfeld hjá BMW í Hung­ar­or­ing um helg­ina. reu­ters
Reynt vrður að halda liðinu gangandi þótt BMW hætti aðkomu …
Reynt vrður að halda liðinu gang­andi þótt BMW hætti aðkomu að því. reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert