Schumacher keppir í stað Massa í Valencia

00:00
00:00

Michael Schumacher hef­ur ákveðið að taka keppn­is­hjálm­inn ofan af snaga og keppa fyr­ir Ferr­ari í stað Felipe Massa í Evr­ópukapp­akstr­in­um í Valencia á Spáni eft­ir háklfa fjórðu viku. Þetta staðfest­ir Ferr­ariliðið í dag og seg­ir Schumacher nú und­ir­búa sig und­ir keppn­ina.

Í til­kynn­ingu Ferr­ari seg­ir að Schumacher sé „reiðubú­inn“ að snúa aft­ur til keppni í formúlu-1 og myndi þjálfa sig sér­lega til að vera lík­am­lega reiðubú­inn þegar að kapp­akstr­in­um í Valencia kæmi.

Schumacher hætti keppni í formúlu-1 við vertíðarlok 2006. Hann slasaðist á mótor­hjóli snemma árs­ins og munu sér­fræðing­ar Ferr­ari ganga úr skugga um það í þjálf­un hans á næst­unni að hann líði eng­in eftir­köst þess.

Í gær sagði umboðsmaður Schumacher það af og frá að hann kæmi aft­ur til keppni en hann stóðst ekki mátið er Ferr­ari leitaði til hans vegna meiðsla Massa.

„Það mik­il­væg­asta er að all­ar frétt­ir af líðan Felipe eru í já­kvæða veru. Ég óska hon­um alls hins besta,“ sagði Schumacher í dag. Hann var í höfuðstöðvum Ferr­ari í dag vegna vænt­an­legr­ar keppni sinn­ar. Og eft­ir fund með liðsstjór­an­um Stefano Domenicali og Luca di Monteze­molo sagði hann, að vegna tryggðar við Ferr­ari gæti hann ekki leitt ástandið eft­ir slys  Massa hjá sér. „Og sem keppn­ismaður hlakka ég mjög til þess­ar­ar áskor­un­ar,“ sagði hann.

Schumacher hef­ur ekki ekið 2009-bíl Ferr­ari. Síðast ók hann keppn­is­bíl liðsins við bíl­próf­an­ir í Barcelona í apríl í fyrra, eða fyr­ir um 15 mánuðum.


Schumacher kemur Ferrari til hjálpar vegna fjarveru Massa af völdum …
Schumacher kem­ur Ferr­ari til hjálp­ar vegna fjar­veru Massa af völd­um meiðsla. reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert