Miðasala tekur kipp vegna endurkomu Schuhmacher

Formúlu-1 brautin í Spa-Francorchamps í Belgíu.
Formúlu-1 brautin í Spa-Francorchamps í Belgíu.

Mótshaldarar í Spa-Francorchamps í Belgíu, uppáhalds kappaksturs Michaels Schumacher, njóta endurkomu hans í keppni í formúlu-1. Eftir að það var ljóst hefur miðasala á mótið tekið kipp. Hið sama á við um önnur mót á næstunni.

Schumacher keppir fyrir Ferrari í stað hins slasaða Felipe Massa. Fyrsti kappakstur hans verður í Valencia á Spáni eftir rúman hálfan mánuð. Viku seinna fer belgíski kappaksturinn fram, eða 30. ágúst.

Það var í Spa síðsumars árið 1991 sem Schumacher hóf feril sinn í formúlu-1, á Jordanbíl. Ári seinna var brautin vettvangur fyrsta mótssigurs hans af mörgum. Alls fagnaði hann sigri sjö sinnum í belgíska kappakstrinum.

Að sögn belgísku fréttastofunnar Belga hafa þegar selst 35.000 aðgöngumiðar, þar af stór hluti þeirra frá því á miðvikudag í síðustu viku er Schumacher tilkynnti um endurkomu sína.

Talsmaður Belga hefur eftir fulltrúa mótshaldara, að eftir tilkynninguna hafi miðasalan tekið kipp og „miði selst á mínútu hverri“. Vonast er til að áhorfendur í Spa verði a.m.k. 70.000 í ár en þeir voru aðeins rétt ríflega 50.000 í fyrra.


Fagurt er yfir brautarstæðið í Spa Francorchamps að líta sumarið …
Fagurt er yfir brautarstæðið í Spa Francorchamps að líta sumarið 2007.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert