Ísland og Slóvakía áttust við í vináttulandsleik á Laugardalsvelli í kvöld og hófst leikurinn kl. 19.00. Leiknum lauk með jafntefli 1:1 eftir að Slóvakar höfðu yfir í hálfleik 1:0. Kristján Örn Sigurðsson skallaði boltann í netið hjá gestunum á 59. mínútu eftir hornspyrnu Pálma Rafns Pálmasonar.Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu á mbl.is.
Lið Íslands: Gunnleifur Gunnleifsson, Grétar Rafn Steinsson, Sölvi Geir Ottesen, Kristján Örn Sigurðsson, Indriði Sigurðsson, Pálmi Rafn Pálmason, Brynjar Björn Gunnarsson, Ólafur Ingi Stígsson, Eiður Smári Guðjohnsen, Emil Hallfreðsson, Heiðar Helguson. Varamenn: Hannes Þór Halldórsson, Baldur Sigurðsson, Bjarni Ólafur Eiríksson, Stefán Gíslason, Garðar Jóhannsson, Aron Einar Gunnarsson, Atli Viðar Björnsson.
Lið Slóvakíu: Jan Mucha, Peter Pekari, Csaba Horvath, Radoslav Zabavnik, Marik Cech, Miroslv Karhan, Jan Kozak, Marek Hamsik, Stanislav Sestak, Robert Vittek, Miroslav Stoc. Varamenn: Dusan Pernis, Martin Petras, Filip Holosko, Kamil Kopunek, Erik Jendrisek, Vladimir Weiss.