Taphrinu Íslands lauk gegn Slóvökum í Laugardalnum

Heiðar Helguson í baráttunni gegn Slóvökum á Laugardalsvelli í kvöld.
Heiðar Helguson í baráttunni gegn Slóvökum á Laugardalsvelli í kvöld. mbl.is/Eggert

Ísland og Slóvakía átt­ust við í vináttu­lands­leik á Laug­ar­dals­velli í kvöld og hófst leik­ur­inn kl. 19.00. Leikn­um lauk með jafn­tefli 1:1 eft­ir að Slóvak­ar höfðu yfir í hálfleik 1:0. Kristján Örn Sig­urðsson skallaði bolt­ann í netið hjá gest­un­um á 59. mín­útu eft­ir horn­spyrnu Pálma Rafns Pálma­son­ar.Fylgst var með gangi mála í beinni texta­lýs­ingu á mbl.is.

Lið Íslands: Gunn­leif­ur Gunn­leifs­son, Grét­ar Rafn Steins­son, Sölvi Geir Ottesen, Kristján Örn Sig­urðsson, Indriði Sig­urðsson, Pálmi Rafn Pálma­son, Brynj­ar Björn Gunn­ars­son, Ólaf­ur Ingi Stígs­son, Eiður Smári Guðjohnsen, Emil Hall­freðsson, Heiðar Helgu­son. Vara­menn: Hann­es Þór Hall­dórs­son, Bald­ur Sig­urðsson, Bjarni Ólaf­ur Ei­ríks­son, Stefán Gísla­son, Garðar Jó­hanns­son, Aron Ein­ar Gunn­ars­son, Atli Viðar Björns­son.

Lið Slóvakíu: Jan Mucha, Peter Pek­ari, Csaba Hor­vath, Radoslav Za­bavnik, Marik Cech, Miroslv Kar­h­an, Jan Kozak, Ma­rek Hamsik, Stan­islav Sestak, Robert Vit­tek, Miroslav Stoc. Vara­menn: Dus­an Pern­is, Mart­in Petras, Fil­ip Ho­losko, Kamil Kop­unek, Erik Jendrisek, Vla­dimir Weiss.

Stemningin er fín á Laugardalsvelli.
Stemn­ing­in er fín á Laug­ar­dals­velli. mbl.is/​Eggert
Brynjar Gunnarsson í baráttunni gegn leikmanni Slóvakíu á Laugardalsvelli í …
Brynj­ar Gunn­ars­son í bar­átt­unni gegn leik­manni Slóvakíu á Laug­ar­dals­velli í kvöld. mbl.is/​Eggert
* 1:1 Slóvakía opna loka
skorar Kristján Örn Sigurðsson (59. mín.)
Mörk
skorar Robert Wittek (35. mín.)
mín.
90 Leik lokið
Leiknum er lokið. Liðin skildu jöfn 1:1 og þar með lauk taphrinu íslenska karlalandsliðsins sem hafði tapað síðustu fjórum leikjum. Kristján Örn Sigurðsson skallaði knöttinn í netið í síðari hálfleik.
90 * fær hornspyrnu
90 Vladimir Weiss (Slóvakía ) á skot sem er varið
Komst inn í teiginn hægra megin eftir skyndisókn og skaut á nærstöngina en Gunnleifur varði með fætinum.
90
Uppbótartíminn er 3 mínútur.
89 Atli Viðar Björnsson (*) kemur inn á
Í sínum fyrsta landsleik.
89 Pálmi Rafn Pálmason (*) fer af velli
86 Garðar Jóhannsson (*) kemur inn á
86 Heiðar Helguson (*) fer af velli
Besti maður Íslands í leiknum
85 Tomas Kosicky (Slóvakía ) á skot framhjá
85 Slóvakía fær hornspyrnu
81 Stefán Gíslason (*) á skot framhjá
Slakt skot sem fór langt fram hjá markinu.
80
Eins og sakir standa eru Íslendingar mun líklegri en Slóvakar til þess að bæta við öðru marki.
79 Emil Hallfreðsson (*) á skot framhjá
Emil reyndi skot úr þröngu færi en fram hjá markinu og lítil hætta á ferðum.
78 Vladimir Weiss (Slóvakía ) á skot sem er varið
Komst í dauðafæri eftir slæm varnarmistök Brynjars en var of lengi að athafna sig og Brynjar varði frá honum skotið og bætti fyrir mistökin.
77 Stefán Gíslason (*) kemur inn á
77 Eiður Smári Guðjohnsen (*) fer af velli
77 Emil Hallfreðsson (*) á skot sem er varið
Eftir góða rispu náði Emil skoti en það var of laust.
75
Emil tók aukaspyrnu hægra megin við vítateig Slóvaka. Sendi lágan bolta inn á markteig en Heiðar var aðeins of seinn þegar hann reyndi að ná til boltans
70
Íslendingum hefur ekki tekist að fylgja jöfnunarmarkinu eftir og Slóvakar eru ívið meira með boltann sem stendur.
63 Vladimir Weiss (Slóvakía ) kemur inn á
Leikmaður Manchester City kominn á vettvang.
63 Robert Wittek (Slóvakía ) fer af velli
61
Fjórða mark Kristjáns fyrir A-landsliðið og hann er að skora í sínum öðrum heimaleik í röð.
59 MARK! Kristján Örn Sigurðsson (*) skorar
Kristján Örn var óvaldaður á markteig eftir hornspyrnu Pálma og skallaði boltann auðveldlega í netið.
59 * fær hornspyrnu
57 Robert Wittek (Slóvakía ) á skot sem er varið
Komst í dauðafæri eftir að Gunnleifur varði frá varamanninum Jendersek. Vittek náði góðu skot frá markteig en Kristján Örn varði á línu.
55 * fær hornspyrnu
55 Eiður Smári Guðjohnsen (*) á skot sem er varið
Eiður komst vinstra megin inn í vítateiginn og náði góðu skoti með vinstri fæti en varnarmaður Slóvaka komst fyrir skotið.
53 Kári Árnason (*) á skalla sem fer framhjá
Góður skalli rétt yfir
53 fær hornspyrnu
52 * fær hornspyrnu
50 Kári Árnason (*) kemur inn á
50 Sölvi Geir Ottesen (*) fer af velli
Haltrar út af
47 * fær hornspyrnu
46
Síðari hálfleikur er hafinn og nú leika Íslendingar í áttina að sundlauginni.
46 Filip Holosko (Slóvakía ) kemur inn á
46 Jan Kozak (Slóvakía ) fer af velli
46 Stanislav Sestak (Slóvakía ) kemur inn á
Slóvakar skipta um markvörð.
46 Jan Mucha (Slóvakía ) fer af velli
45 Hálfleikur
Eftir göngubolta í fyrri hálfleik eru Slóvakar yfir 1:0. Að horfa á fyrri hálfleikinn var álíka mikil skemmtun og að horfa á málningu þorna ef frá er talið fallegt mark gestanna. Vonandi keyra íslensku leikmennirnir upp hraðann í síðari hálfleik svo áhorfendur fái eitthvað fyrir aurinn.
45 Pálmi Rafn Pálmason (*) á skot sem er varið
Fékk ágætt skotfæri utan teigs og lét vaða í nærhornið en markvörður Slóvaka var vel staðsettur.
42 Heiðar Helguson (*) á skot framhjá
Lét vaða af 30 metra. Ágæt tilraun en boltinn fór þó yfir markið.
40 Slóvakía fær hornspyrnu
40 Jan Kozak (Slóvakía ) á skot sem er varið
Varnarmaðurin komst fyrir skotið og gestirnir frá hornspyrnu.
35 MARK! Robert Wittek (Slóvakía ) skorar
Eftir laglega sókn Slóvaka fékk Vittek hælsendingu og þrumaði knettinum í netið af 25 metra færi. Snyrtilega gert.
34 Heiðar Helguson (*) á skalla sem fer framhjá
Heiðar náði að búa til færi úr engu. Vann skallaeinvígi við vítateigslínu og skallaði rétt fram hjá markinu.
33
Emil tók hornspyrnuna en sendi boltann aftur yfir endamörk.
32 * fær hornspyrnu
27 Slóvakía fær hornspyrnu
25
Eins og oft er með vináttulandsleiki þá er leikurinn mjög hægur og lítið um hasar a.m.k enn sem komið er.
17
Stórsókn Íslands en hún endaði þó ekki með því að leikmenn kæmu skoti á markið þrátt fyrir að vera lengi með boltann í vítateig Slóvaka.
15 Eiður Smári Guðjohnsen (*) á skot framhjá
Ísland fékk aukaspyrnu um 25 metra frá marki Slóvaka en Eiður náði ekki að gera sér mat úr aukaspyrnunni og skaut yfir markið.
14 Slóvakía fær hornspyrnu
13 Miroslav Kahran (Slóvakía ) á skalla sem er varinn
Var óvaldaður í vítateignum og náði góðum skalla á markið en Gunnleifur bjargaði með sýningarmarkvörslu.
13 Slóvakía fær hornspyrnu
13 Csaba Horvath (Slóvakía ) á skot sem er varið
Þrumufleygur utan vítateigs og Gunnleifur þurfti að hafa sig allan við að verja.
11 Kamil Kopunek (Slóvakía ) á skot framhjá
Fékk boltann til sín skoppandi hægra megin í teignum en hitti boltann illa og skaut hátt yfir markið.
8 Emil Hallfreðsson (*) á skot sem er varið
Skaut af um 25 metra færi en varnarmaður komst fyrir skotið og dró úr því allan kraft.
6
Eftir fallega sókn Íslendinga fékk Grétar Steinsson boltann á hægri vængnum og gaf fyrir markið þar sem Heiðar Helguson virtist vera í dauðafæri en hitti ekki boltann og markvörðurinn handsamaði boltann.
5
Leikmenn fara sér hægt í upphafi leiks og hinar klassísku þreifingar eiga sér nú stað á vellinum.
1 Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn og gestirnir byrja með boltann. Ísland leikur í áttina að Laugardalshöll.
0
Vegna námuslyss í Slóvakíu vottuðu leikmenn og áhorfendur fórnarlömbunum virðingu sína með mínútu þögn.
0
Íslendingar mættu Slóvökum ytra í vináttulandsleik í fyrra og sigruðu 2:1. Eiður Smári Guðjohnsen og Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoruðu mörkin.
0
Áhorfendur eru farnir að streyma á völlinn og má búast við ágætri stemningu. Í hádeginu í dag höfðu 4.500 miðar selst.
Sjá meira
Sjá allt

*: (M), .
Varamenn: (M), .

Slóvakía : (M), .
Varamenn: (M), .

Skot: * 11 (5) - Slóvakía 9 (7)
Horn: * 6 - Slóvakía 5.

Lýsandi:
Völlur: Laugardalsvöllur.
Áhorfendafjöldi: 5099

Leikur hefst
12. ágú. 2009 19:00

Aðstæður:
Ljómandi góðar. Mjög hægur vindur, nánast logn. Skýjað og þurrt. Völlurinn lítur mjög vel út.

Dómari: Lars Christoffersen, Danmörku.
Aðstoðardómarar: Henrik Malmberg og Lars Hummelgaard, Danmörku.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka