Barrichello fljótastur á fyrstu æfingu í Valencia

Barrichello á ferð á Brawnbílnum.
Barrichello á ferð á Brawnbílnum. reuters

Rubens Barrichello hjá Brawn setti besta brautartímann á fyrstu æfingu keppnishelgarinnar í Valencia. Heikki Kovalainen, undir þrýstingi um að standa sig vel til að halda sæti hjá McLaren, setti næstbesta tímann. Liðsfélagi hans Lewis Hamilton átti þriðja besta hringinn.

Óvenjulegt er að sjá Ferrari í neðsta sæti en við það varð Luca Badoer að sætti sig. Er hann að keppa í fyrsta sinn í áratug. Badoer var meira en sekúndu lengur með hringinn en næstsíðasti maður og 3,8 sekúndum lengur en Barrichello. 

Fljótastur þriggja nýliða, ef flokka má Badoer sem slíkan, varð Spánverjinn Jamie Alguersuari hjá Toro Rosso. Setti hann þrettánda besta tímann, var um 1,1 sekúndu lengur í förum en Barrichello.

Nýliðinn hjá Renault, Frakkinn Sebastien Grosjean, setti 17. besta tímann og var fljótari í förum en báðir ökumenn Toyota og Badoer. Var Grosjean aðeins sekúndu lengur með hringinn en liðsfélagi hans Fernando Alonso.

 Jenson Button hjá Brawn átti lengi besta tímann en varð að lokum í fjórða sæti. Nýjungar í bíl Force India fyrir mótið virðast skila tilætluðum árangri því Adrian Sutil setti sjötta besta tíma æfingarinnar.

Niðurstaða æfingarinnar varð sem hér segir:

Röð Ökuþór Bíll Tími Bil Hri.
1. Barrichello Brawn 1:42.460 19
2. Kovalainen McLaren 1:42.636 +0.176 16
3. Hamilton McLaren 1:42.654 +0.194 18
4. Button Brawn GP 1:43.074 +0.614 19
5. Vettel Red Bull 1:43.088 +0.628 17
6. Sutil Force India 1:43.209 +0.749 13
7. Nakajima Williams 1:43.225 +0.765 25
8. Webber Red Bull 1:43.243 +0.783 19
9. Alonso Renault 1:43.345 +0.885 18
10. Räikkönen Ferrari 1:43.384 +0.924 23
11. Buemi Toro Rosso 1:43.389 +0.929 30
12. Kubica BMW 1:43.419 +0.959 20
13. Alguersuari Toro Rosso 1:43.637 +1.177 30
14. Rosberg Williams 1:43.746 +1.286 22
15. Heidfeld BMW 1:44.040 +1.580 23
16. Fisichella Force India 1:44.126 +1.666 17
17. Grosjean Renault 1:44.356 +1.896 23
18. Trulli Toyota 1:44.638 +2.178 26
19. Glock Toyota 1:44.732 +2.272 28
20. Badoer Ferrari 1:45.840 +3.380 25
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert