Renaultliðið og aðalstjórnandi þess, Flavio Briatore, hafa kært Nelson Piquet yngri og eldri fyrir tilraunir til að beita liðið „kúgunum“ og hafa í frammi rangar sakir á hendur liðinu.
Málarekstur í þessu skyni er hafinn í Frakklandi en einnig er ætlunin að leggja fram kæru hjá bresku lögreglunni, en aðsetur Renaultliðsins er í Enstone í Englandi.
„Renaultliðið og Flavio Briatore stjórnandi þess vilja taka fram, að hafið hefur verið sakamál á hendur Nelson Piquet yngri og Nelson Piquet eldri vegna falskra ásakana og kúgunartilraun í tengslum við þær í þeim tilgangi að liðið leyfði Piquet yngri að keppa út árið,“ segir í yfirlýsingu sem Renault gaf út í dag.