Skilorðsbundið keppnisbann Renault

00:00
00:00

Keppn­isliði Renault í formúlu-1 hef­ur verið vikið skil­orðsbundið úr keppn­inni í tvö ár. Þá hef­ur Flavio Briatore, fyrr­um stjórn­andi liðsins, verið sett­ur í ótíma­bundið bann en Briatore sagði af sér starf­inu í síðustu viku. Pat Symonds, fyrr­um tækn­i­stjóri, hef­ur verið sett­ur í 5 ára bann.

Alþjóða akst­ursíþrótta­sam­bandið, FIA, komst að þess­ari niður­stöðu í dag. Ástæðan er að Renaultliðið er sakað um að hafa beðið Nel­son Piqu­et, fyrr­um öku­mann liðsins, um að lenda vís­vit­andi í árekstri í kapp­akstr­in­um í Singa­púr í fyrra til að reyna að hjálpa Fern­ando Alon­so, ökuþór liðsins, til að sigra.

Renault lýsti því yfir í síðustu viku að liðið myndi ekki reyna að verj­ast kær­unni og jafn­framt létu bæði Briatore og Symonds af störf­um. FIA ákvað jafn­framt að fara ekki fram á það að Piqu­et svaraði til saka.  Alon­so var einnig hreinsaður af allri aðild að mál­inu. 

Brott­vís­un Renault í formúlu-1 keppn­inni er skil­orðsbund­in til árs­ins 2011 sem þýðir, að brjóti liðið ekki frek­ar af sér á þeim tíma get­ur það haldið áfram þátt­töku. 

Renault sagði, að innri rann­sókn hefði leitt í ljós að þeir Briatore, Symonds og Piqu­et hefðu sam­mælst um að valda árekstr­in­um og eng­ir aðrir hefðu tengst mál­inu. Niðurstaða FIA benti til þess sama.   

Flavio Briatore, fyrrum stjórnandi Renault-liðsins, hefur verið úrskurðaður í ótímabundið …
Flavio Briatore, fyrr­um stjórn­andi Renault-liðsins, hef­ur verið úr­sk­urðaður í ótíma­bundið bann. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert