Alonso hraðskreiðastur

Alonso í Interlagos í dag.
Alonso í Interlagos í dag.

Fernando Alonso hjá Renault setti besta tíma seinni æfingar dagsins í Sao Paulo og slökkti í leiðinni á frægðarljósi sem Sebastien Buemi hjá Toro Rosso hefði annars baðað sig í.

Athyglisvert er að innan við sekúnda skilur að tíma Alonso og ökuþórsins sem varð í 20. og síðasta sæti, Giancarlo Fisichella hjá Ferrari.

Um stund leit út fyrir að Buemi ætlaði að halda besta tímanum. Hann var lengstum fljótastur og bíll hans sprækur. Kom þá ekki Alonso á lokamínútunum og settist í toppsætið, eftir að hafa látið tiltölulega lítið að sér kveða fram að því.

Þriðja besta tímann setti heimamaðurinn Rubens Barrichello hjá Brawn og þann fjórða Mark Webber hjá Red Bull en þeir áttu tvo bestu tíma fyrri æfingarinnar.

Jenson Button hjá Brawn lét meira að sér kveða en í morgun og varð fimmti, næst á undar  Jarno Trulli hjá Toyota. Button var hraðskreiður frá byrjun og átti um skeið besta tímann. Leit svo út fyrir um miðja æfingu að hann yrði í efsta sæti að æfingu lokinni í fyrsta sinn frá í Spánarkappakstrinum í maí.  Stuttu seinna neitaði Buemi honum um það.

Niðurstaða æfingarinnar varð sem hér segir:

Röð Ökuþór Bíll Tími Bil Hri.
1. Alonso Renault 1:12.314 27
2. Buemi Toro Rosso 1:12.357 +0.043 45
3. Barrichello Brawn 1:12.459 +0.145 38
4. Webber Red Bull 1:12.514 +0.200 41
5. Button Brawn 1:12.523 +0.209 45
6. Trulli Toyota 1:12.605 +0.291 37
7. Vettel Red Bull 1:12.611 +0.297 45
8. Rosberg Williams 1:12.633 +0.319 42
9. Sutil Force India 1:12.720 +0.406 35
10. Hamilton McLaren 1:12.749 +0.435 39
11. Grosjean Renault 1:12.806 +0.492 27
12. Kubica BMW 1:12.862 +0.548 39
13. Kobayashi Toyota 1:12.869 +0.555 40
14. Nakajima Williams 1:12.929 +0.615 41
15. Heidfeld BMW 1:12.948 +0.634 38
16. Liuzzi Force India 1:12.950 +0.636 36
17. Kovalainen McLaren 1:12.992 +0.678 39
18. Räikkönen Ferrari 1:13.026 +0.712 42
19. Alguersuari Toro Rosso 1:13.041 +0.727 40
20. Fisichella Ferrari 1:13.275 +0.961 38
Buemi í Sao Paulo í dag.
Buemi í Sao Paulo í dag.
Button var betri á seinni æfingunni.
Button var betri á seinni æfingunni.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert