Trulli áminntur, Liuzzi víttur

Trulli hindraði Buemi.
Trulli hindraði Buemi.

Jarno Trulli hjá Toyota var áminntur eftir tímatökurnar í Sao Paulo. Dómarar ákváðu hins vegar að gera honum ekki refsingu vegna erfiðra aðstæðna í brautinni.

Trulli reyndist hafa flækst fyrir Sébastien Buemi hjá Toro Rosso og þannig aftrað honum frá betri árangri. Trulli varð fjórði í tímatökunum en Buemi sjötti og er það besti árangur hans á ferlinum í formúlu-1 sem hófst í vertíðarbyrjun í ár.

Þá þarf Vitantonio Liuzzi hjá Force India að taka út fimm sæta afturfærslu á rásmarkinu fyrir að skipta um gírkassa í bíl sínum í framhaldi af tímatökunum.

Ákveðið var að skipta um gírkassann eftir að Liuzzi missti stjórn á bílnum í annarri umferð tímatökunnar. Kastaðist hann milli öryggisveggja og mun gírkassinn hafa skemmst við það.

Þrjú hjól brotnuðu af er Liuzzi klessti á vegg í …
Þrjú hjól brotnuðu af er Liuzzi klessti á vegg í byrjun annarrar lotu.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert