Tyfta Trulli fyrir ósæmilega hegðan

Fallnir úr leik í Sao Paulo ganga Sutil, Alonso og …
Fallnir úr leik í Sao Paulo ganga Sutil, Alonso og Trulli heim í bílskúr.

Dómarar brasilíska kappakstursins komust að þeirri niðurstöðu, að engra aðgerða væri þörf vegna áreksturs Jarno Trulli og Adrian Sutil. Þeir sektuðu hins vegar Trulli fyrir framkomu hans á vettvangi óhappsins.

Trulli var sektaður um 10.000 dollara fyrir framkomu sína þegar hann hugðist ræða við Sutil strax eftir atvikið.

Báðir féllu þeir úr leik eftir að hafa skollið saman á fyrsta hring kappakstursins.

Trulli var afar reiður og kenndi Sutil um hvernig fór. Dómararnir sögðu hins vegar að um dæmigert akstursóhapp hafi verið að ræða og það kallaði á engin viðbrögð af þeirra hálfu.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka