Heidfeld í sigti McLaren

Hamilton hugnast betur að eiga við Heidfeld en Rosberg eða …
Hamilton hugnast betur að eiga við Heidfeld en Rosberg eða Räikkönen.

Nafn Nick Heidfeld hjá BMW hef­ur lítið borið á góma vegna til­færslu öku­manna milli liða fyr­ir næsta ár. Því er nú haldið fram, að hann komi til álita sem ökuþór McLar­en því Lew­is Hamilt­on vilji ekki öfl­ugri keppi­nauta.

Þýska blaðið Abendzeit­ung held­ur því fram, að Hamilt­on legg­ist hart gegn því að ann­ar hvor þeirra Nico Ros­berg eða Kimi Räikkön­en verði ráðnir til McLar­en á næsta ári.

Því sé Heidfeld skyndi­lega kandí­dat sem keppn­isþór McLar­en á næsta ári, en hann hef­ur einnig verið bendlaður við sæti hjá Renault.

„Hann er van­metn­asti ökumaður formúlu-1,“ seg­ir liðsstjór­inn Mart­in Whit­marsh hjá McLar­en um Heidfeld við blaðið. Sæti verður hugs­an­lega til fyr­ir hann hjá liðinu sem mun ekki vera á því að fram­lengja samn­ing við Heikki Kovalain­en.

Og Mercedes­stjór­inn Nor­bert Haug, sem er einn af aðal­stjórn­end­um McLar­en líka, seg­ir: „Hann kæmi með ára­tug­ar reynslu og styrkr­ar frammistöðu.“

Heidfeld hóf keppni í formúlu-1 árið 2000 með Prostliðinu franska, en keppti síðan með Sauber, Jor­d­an, Williams og síðustu ár með BMW.  Útbreidd­asta blað Þýska­lands, Bild, seg­ir í dag, að hann sé aft­ur á leið til Frakk­lands. Sé hann í hópi öku­manna sem keppi um sæti hjá Renault á næsta ári.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert