Räikkönen í sérflokki í launatöflu ökuþóra

Räikkönen hefur fengið vel borgað hjá Ferrari.
Räikkönen hefur fengið vel borgað hjá Ferrari.

Birt­ar hafa verið upp­lýs­ing­ar um launa­kostnað formúluliðanna. Lang tekju­hæst­ur er Kimi Räikkön­en hjá Ferr­ari. At­hygli vek­ur gríðarleg­ur mun­ur á kaupi liðsfé­laga og mik­ill mun­ur milli best borguðu öku­manna og þeirra lægst­launuðu.

Þrír fyrr­ver­andi heims­meist­ar­ar eru launa­hæst­ir, Räikkön­en, Lew­is Hamilt­on hjá McLar­en og Fern­ando Alon­so hjá Renault. Ótrú­lega miklu mun­ar reynd­ar á laun­um þeirra.

Þannig fær Räikkön­en 45 millj­ón­ir frá Ferr­ari sem er meira en tvö­fald­ar tekj­ur Hamilt­on og Alon­so fær aðeins sem svar­ar þriðjungi tekna Räikkön­en.   

Ekki hef­ur Räikkön­en viljað lækka verðmiða sinn þótt Ferr­ari hafi losað sig við hann og skýr­ir það tregðu Toyota og McLar­en til að ráða hann.

Nýi meist­ar­inn, Jen­son Butt­on, fær aðeins sem svar­ar fimm millj­ón­um doll­ara sem er fjór­um millj­ón­um meira en liðsfé­lagi hans Ru­bens Barrichello, sem nær ekki laun­um nýliðans Sebastian Bu­emi hjá Toro Rosso.

Butt­on og Barrichello tóku á sig launa­lækk­un svo Brawnliðið mætti verða að veru­leika. 

Fjór­ir öku­menn fá ekk­ert kaup fyr­ir að keppa í ár, Kazuki Nakajima hjá Williams, Romain Grosj­e­an hjá Renault og Adri­an Su­til og Vit­ant­onio Liuzzi hjá Force India. Engu að síður nem­ur launa­kostnaður liða vegna ökuþóra 134,8 millj­ón­um doll­ara í ár. Eða sem svar­ar 6,4 millj­ón­um á hvern þeirra.

Sam­an­tek­in eru laun ökuþóra í ár sem hér seg­ir:

Laun ökuþóra millj. doll­ara:
Kimi Räikkön­en 45
Lew­is Hamilt­on 18
Fern­ando Alon­so 15
Nico Ros­berg 8.5
Felipe Massa 8
Jarno Trulli 6.5
Sebastian Vettel 6
Mark Webber 5.5
Jen­son Butt­on 5
Robert Ku­bica 4.5
Heikki Kovalain­en 3.5
Nick Heidfeld 2.8
Timo Glock 2
Gi­ancar­lo Fisichella 1.5
Sé­bastien Bu­emi 1.5
Ru­bens Barrichello 1
Jaime Algu­ersu­ari 0.5
Vit­ant­onio Liuzzi 0
Adri­an Su­til 0
Romain Grosj­e­an 0
Kazuki Nakajima 0
Kostnaður liða millj. doll
Ferr­ari 53
McLar­en 21.5
Renault 15
Red Bull 11.5
Toyota 8.5
Williams 8.5
BMW 7.3
Brawn 6
Toro Rosso 2
Force India 1.5
Há kaupkrafa fælir lið frá því að ráða Räikkönen.
Há kaupkrafa fæl­ir lið frá því að ráða Räikkön­en.
Button er ekki með nema einn níunda tekna Räikkönen í …
Butt­on er ekki með nema einn ní­unda tekna Räikkön­en í ár.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert