Birtar hafa verið upplýsingar um launakostnað formúluliðanna. Lang tekjuhæstur er Kimi Räikkönen hjá Ferrari. Athygli vekur gríðarlegur munur á kaupi liðsfélaga og mikill munur milli best borguðu ökumanna og þeirra lægstlaunuðu.
Þrír fyrrverandi heimsmeistarar eru launahæstir, Räikkönen, Lewis Hamilton hjá McLaren og Fernando Alonso hjá Renault. Ótrúlega miklu munar reyndar á launum þeirra.
Þannig fær Räikkönen 45 milljónir frá Ferrari sem er meira en tvöfaldar tekjur Hamilton og Alonso fær aðeins sem svarar þriðjungi tekna Räikkönen.
Ekki hefur Räikkönen viljað lækka verðmiða sinn þótt Ferrari hafi losað sig við hann og skýrir það tregðu Toyota og McLaren til að ráða hann.
Nýi meistarinn, Jenson Button, fær aðeins sem svarar fimm milljónum dollara sem er fjórum milljónum meira en liðsfélagi hans Rubens Barrichello, sem nær ekki launum nýliðans Sebastian Buemi hjá Toro Rosso.
Button og Barrichello tóku á sig launalækkun svo Brawnliðið mætti verða að veruleika.
Fjórir ökumenn fá ekkert kaup fyrir að keppa í ár, Kazuki Nakajima hjá Williams, Romain Grosjean hjá Renault og Adrian Sutil og Vitantonio Liuzzi hjá Force India. Engu að síður nemur launakostnaður liða vegna ökuþóra 134,8 milljónum dollara í ár. Eða sem svarar 6,4 milljónum á hvern þeirra.
Samantekin eru laun ökuþóra í ár sem hér segir:
Laun ökuþóra | millj. dollara: |
---|---|
Kimi Räikkönen | 45 |
Lewis Hamilton | 18 |
Fernando Alonso | 15 |
Nico Rosberg | 8.5 |
Felipe Massa | 8 |
Jarno Trulli | 6.5 |
Sebastian Vettel | 6 |
Mark Webber | 5.5 |
Jenson Button | 5 |
Robert Kubica | 4.5 |
Heikki Kovalainen | 3.5 |
Nick Heidfeld | 2.8 |
Timo Glock | 2 |
Giancarlo Fisichella | 1.5 |
Sébastien Buemi | 1.5 |
Rubens Barrichello | 1 |
Jaime Alguersuari | 0.5 |
Vitantonio Liuzzi | 0 |
Adrian Sutil | 0 |
Romain Grosjean | 0 |
Kazuki Nakajima | 0 |
Kostnaður liða | millj. doll |
---|---|
Ferrari | 53 |
McLaren | 21.5 |
Renault | 15 |
Red Bull | 11.5 |
Toyota | 8.5 |
Williams | 8.5 |
BMW | 7.3 |
Brawn | 6 |
Toro Rosso | 2 |
Force India | 1.5 |