Toyota boðar tíðindi

Trulli á Toyotu í Abu Dhabi.
Trulli á Toyotu í Abu Dhabi.

Japanski bílrisinn Toyota mun nk. sunnudag skýra frá því hvernig þátttöku fyrirtækisins í formúlu-1 verður háttað. Er þar um breytingu að ræða því boðað hafði verið að beðið yrði stjórnarfundar Toyota sem fram fer viku seinna.

Fjárveitingar Toyota til keppnisliðs síns í formúlu-1 eru jafnan ákveðnar af yfirstjórn fyrirtækisins um miðjan nóvember. Þar sem ákveðið hefur verið að gefa út sérstaka yfirlýsingu áður vekur ýmsum ugg á vettvangi formúlunnar.

Það voru þýska vikuritið Auto Motor und Sport og breska dagblaðið Independent sem fluttu fregnina fyrstir fjölmiðla í morgun. Í breska blaðinu er sagt, að „slæmra tíðinda“ sé að vænta frá Toyota síðar í vikunni.

„[Japanskir] bílsmiðir og íhlutasmiðir spyrja sig hvað upp úr því sé að hafa um þessar mundir með því að verja hundruð milljónum jena til þátttöku í formúlu-1,“ segir sérfræðingur á bílgreinasviði hjá fjármálaráðgjafarfyrirtækinu Mizuno Credit.

Fari svo að Toyota dragi sig út úr keppni, þótt áður hafi liðið skuldbundið sig út árið 2012, myndi pláss opnast fyrir arftaka BMW-liðsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert