Todt hreinsar til hjá FIA

Jean Todt, forseti FIA.
Jean Todt, forseti FIA. reuters

Nýi for­seti Alþjóða akst­ursíþrótta­sam­bands­ins (FIA), Jean Todt, er tek­inn til við að setja mark sitt á stofn­un­ina. Hef­ur hann vikið tveim­ur nán­um sam­verka­mönn­um for­vera síns úr starfi.

Ann­ars veg­ar er um að ræða Alan Donn­elly, sem hafði með mál­efni dóm­ara formúl­unn­ar að gera hjá FIA, og tækni­ráðgjaf­ann Tony Pur­nell. Sá síðar­nefndi er ekki leng­ur í störf­um fyr­ir sam­bandið og Donn­elly hef­ur verið flutt­ur til starfa í öðrum deild­um FIA og kem­ur ekki leng­ur ná­lægt formúlu-1.

Báðir voru Donn­elly og Pur­nell meðal nán­ustu sam­verka­manna Max Mosley, sem lét af starfi for­seta FIA í fyrra­haust.


Mosley (t.v.) og Todt.
Mosley (t.v.) og Todt.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert