Todt hreinsar til hjá FIA

Jean Todt, forseti FIA.
Jean Todt, forseti FIA. reuters

Nýi forseti Alþjóða akstursíþróttasambandsins (FIA), Jean Todt, er tekinn til við að setja mark sitt á stofnunina. Hefur hann vikið tveimur nánum samverkamönnum forvera síns úr starfi.

Annars vegar er um að ræða Alan Donnelly, sem hafði með málefni dómara formúlunnar að gera hjá FIA, og tækniráðgjafann Tony Purnell. Sá síðarnefndi er ekki lengur í störfum fyrir sambandið og Donnelly hefur verið fluttur til starfa í öðrum deildum FIA og kemur ekki lengur nálægt formúlu-1.

Báðir voru Donnelly og Purnell meðal nánustu samverkamanna Max Mosley, sem lét af starfi forseta FIA í fyrrahaust.


Mosley (t.v.) og Todt.
Mosley (t.v.) og Todt.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert