Vettel vann ráspólinn

Vettel á leið til ráspóls með Hamitlon rétt á eftir …
Vettel á leið til ráspóls með Hamitlon rétt á eftir sér. reuters

Sebastian Vettel hjá Red Bull var í þessu að vinna ráspól fyrsta kappakstur ársins, í Barein. Í öðru og þriðja sæti urðu Ferrarifélagarnir Felipe Massa og Fernando Alonso. Michael Schumacher hjá Mercedes varð sjöundi.

Massa varð aðeins tíunda úr sekúndu lengur með sjö kílómetra langan hringinn í Barein en Vettel, sem vann sinn sjötta pól á ferlinum nú. Keppnin um ráspólinn var jöfn og spennandi frá fyrstu lotu og til loka þeirrar þriðju.

Alonso hafði leitt aksturinn og hafði forystu eftir fyrri tímatilraun ökumannanna í lokalotunni. Vettel sótti síðan mjög stíft í lokatilraun sinni og átti enginn svar við mikilli bætingu hans.

Lewis Hamilton hjá McLaren bætti sig stöðugt og varð að endingu fjórði en liðsfélagi hans, Jenson Button, hefur keppni í áttunda sæti, einu á eftir Schumacher. Nico Rosberg beit frá sér framan af en endaði í fimmta sæti og er enn með yfirhöndina gagnvart Schumacher.

Nico Hulkenberg hjá Williams náði bestum árangri nýju ökuþóranna með 13. sæti. Rússinn Vitaly Petrov hjá Renault komst einnig í aðra umferð en varð þar 17.

Nýju liðin þrjú misstu öll bíla sína út í fyrstu lotunni. Virgin var best þeirra er Timo Glock hafnaði í 19. sæti, hársbreidd á undan Jarno Trulli hjá Lotus.

Karun Chandhok hjá Hispania gat loks ekið, eftir að hafa misst af æfingunum þremur í dag og gær. Var um reynsluakstur að ræða hjá honum en hann ók 7 hringi og sá besti var aðeins 1,7 sekúndu lengur farinn en besti hringur liðsfélaga hans, Bruno Senna, sem ekið gat í gær og dag.

Niðurstaða tímatökunnar - og þar með rásröð morgundagsins - varð sem hér segir:

Röð Ökuþór Bíll Lota 1 Lota 2 Lota 3
1. Vettel Red Bull 1:55.029 1:53.883 1:54.101
2. Massa Ferrari 1:55.313 1:54.331 1:54.242
3. Alonso Ferrari 1:54.612 1:54.172 1:54.608
4. Hamilton McLaren 1:55.341 1:54.707 1:55.217
5. Rosberg Mercedes 1:55.463 1:54.682 1:55.241
6. Webber Red Bull 1:55.298 1:54.318 1:55.284
7. Schumacher Mercedes 1:55.593 1:55.105 1:55.524
8. Button McLaren 1:55.715 1:55.168 1:55.672
9. Kubica Renault 1:55.511 1:54.963 1:55.885
10. Sutil Force India 1:55.213 1:54.996 1:56.309
11. Barrichello Williams 1:55.969 1:55.330
12. Liuzzi Force India 1:55.628 1:55.653
13. Hulkenberg Williams 1:56.375 1:55.857
14. de la Rosa Sauber 1:56.428 1:56.237
15. Buemi Toro Rosso 1:56.189 1:56.265
16. Kobayashi Sauber 1:56.541 1:56.270
17. Petrov Renault 1:56.167 1:56.619
18. Alguersuari Toro Rosso 1:57.071
19. Glock Virgin 1:59.728
20. Trulli Lotus 1:59.852
21. Kovalainen Lotus 2:00.313
22. di Grassi Virgin 2:00.587
23. Senna Hispania 2:03.240
24. Chandhok Hispania 2:04.904
Massa varð í fyrsta sinn um helgina á undan Alonso.
Massa varð í fyrsta sinn um helgina á undan Alonso. reuters
Rosberg var öflugur framan af tímatökunni en varð fimmti.
Rosberg var öflugur framan af tímatökunni en varð fimmti. reuters
Rússneski nýliðinn Petrov á leið í aðra umferð í tímtökunum …
Rússneski nýliðinn Petrov á leið í aðra umferð í tímtökunum í Barein. reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert