Vettel vann ráspólinn

Vettel á leið til ráspóls með Hamitlon rétt á eftir …
Vettel á leið til ráspóls með Hamitlon rétt á eftir sér. reuters

Sebastian Vettel hjá Red Bull var í þessu að vinna rá­spól fyrsta kapp­akst­ur árs­ins, í Barein. Í öðru og þriðja sæti urðu Ferr­ari­fé­lag­arn­ir Felipe Massa og Fern­ando Alon­so. Michael Schumacher hjá Mercedes varð sjö­undi.

Massa varð aðeins tí­unda úr sek­úndu leng­ur með sjö kíló­metra lang­an hring­inn í Barein en Vettel, sem vann sinn sjötta pól á ferl­in­um nú. Keppn­in um rá­spól­inn var jöfn og spenn­andi frá fyrstu lotu og til loka þeirr­ar þriðju.

Alon­so hafði leitt akst­ur­inn og hafði for­ystu eft­ir fyrri tíma­tilraun öku­mann­anna í lokalot­unni. Vettel sótti síðan mjög stíft í loka­tilraun sinni og átti eng­inn svar við mik­illi bæt­ingu hans.

Lew­is Hamilt­on hjá McLar­en bætti sig stöðugt og varð að end­ingu fjórði en liðsfé­lagi hans, Jen­son Butt­on, hef­ur keppni í átt­unda sæti, einu á eft­ir Schumacher. Nico Ros­berg beit frá sér fram­an af en endaði í fimmta sæti og er enn með yf­ir­hönd­ina gagn­vart Schumacher.

Nico Hul­ken­berg hjá Williams náði best­um ár­angri nýju ökuþór­anna með 13. sæti. Rúss­inn Vita­ly Petrov hjá Renault komst einnig í aðra um­ferð en varð þar 17.

Nýju liðin þrjú misstu öll bíla sína út í fyrstu lot­unni. Virg­in var best þeirra er Timo Glock hafnaði í 19. sæti, hárs­breidd á und­an Jarno Trulli hjá Lot­us.

Kar­un Chand­hok hjá Hispania gat loks ekið, eft­ir að hafa misst af æf­ing­un­um þrem­ur í dag og gær. Var um reynsluakst­ur að ræða hjá hon­um en hann ók 7 hringi og sá besti var aðeins 1,7 sek­úndu leng­ur far­inn en besti hring­ur liðsfé­laga hans, Bruno Senna, sem ekið gat í gær og dag.

Niðurstaða tíma­tök­unn­ar - og þar með rás­röð morg­undags­ins - varð sem hér seg­ir:

Röð Ökuþór Bíll Lota 1 Lota 2 Lota 3
1. Vettel Red Bull 1:55.029 1:53.883 1:54.101
2. Massa Ferr­ari 1:55.313 1:54.331 1:54.242
3. Alon­so Ferr­ari 1:54.612 1:54.172 1:54.608
4. Hamilt­on McLar­en 1:55.341 1:54.707 1:55.217
5. Ros­berg Mercedes 1:55.463 1:54.682 1:55.241
6. Webber Red Bull 1:55.298 1:54.318 1:55.284
7. Schumacher Mercedes 1:55.593 1:55.105 1:55.524
8. Butt­on McLar­en 1:55.715 1:55.168 1:55.672
9. Ku­bica Renault 1:55.511 1:54.963 1:55.885
10. Su­til Force India 1:55.213 1:54.996 1:56.309
11. Barrichello Williams 1:55.969 1:55.330
12. Liuzzi Force India 1:55.628 1:55.653
13. Hul­ken­berg Williams 1:56.375 1:55.857
14. de la Rosa Sauber 1:56.428 1:56.237
15. Bu­emi Toro Rosso 1:56.189 1:56.265
16. Kobayashi Sauber 1:56.541 1:56.270
17. Petrov Renault 1:56.167 1:56.619
18. Algu­ersu­ari Toro Rosso 1:57.071
19. Glock Virg­in 1:59.728
20. Trulli Lot­us 1:59.852
21. Kovalain­en Lot­us 2:00.313
22. di Grassi Virg­in 2:00.587
23. Senna Hispania 2:03.240
24. Chand­hok Hispania 2:04.904
Massa varð í fyrsta sinn um helgina á undan Alonso.
Massa varð í fyrsta sinn um helg­ina á und­an Alon­so. reu­ters
Rosberg var öflugur framan af tímatökunni en varð fimmti.
Ros­berg var öfl­ug­ur fram­an af tíma­tök­unni en varð fimmti. reu­ters
Rússneski nýliðinn Petrov á leið í aðra umferð í tímtökunum …
Rúss­neski nýliðinn Petrov á leið í aðra um­ferð í tím­tök­un­um í Barein. reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert