Alonso byrjar með sigri

Alonso og Massa fagna í mótslok í Barein.
Alonso og Massa fagna í mótslok í Barein. reuters

Fern­ando Alon­so byrjaði eins og best hann gat kosið með Ferr­ari því hann ók til sig­urs í fyrsta formúlukapp­akstri árs­ins, í Barein. Og Ítal­ir hafa tekið gleði sína aft­ur eft­ir slakt ár í fyrra því Felipe Massa varð í öðru sæti. Lew­is Hamilt­on hjá McLar­en  varð þriðji og Sebastian Vettel fjórði.

Sig­ur­inn er sá 22. á ferli Alon­so sem vann heims­meist­ara­titil ökuþóra 2005 og 2006. Og fyrsti sig­ur hans frá í jap­anska kapp­akstr­in­um 2008. Þá var þetta 220. sig­ur Ferr­ari í formúlu-1 kapp­akstri en ekk­ert lið hef­ur jafn oft unnið móts­sig­ur. 

Vettel leiddi kapp­akst­ur­inn þar til hann var rúm­lega hálfnaður með öku­menn Ferr­ari skammt á eft­ir. Virt­ist ætla að ráða ferðinni er mótor­inn sveik skyndi­lega svo hann gat ekki nýtt aflið til fulls og von bráðar voru Ferr­ariþór­arn­ir komn­ir fram úr. Og nokkr­um hringj­um seinna komst Hamilt­on einnig fram úr en eft­ir það tókst Vettel að halda sínu og kláraði í fjórða sæti.

Nico Ros­berg og Michael Schumacher hjá Mercedes luku keppni í fimmta og sjötta sæti. Heims­meist­ar­inn fyrr­ver­andi seg­ist enn ryðgaður og þurfi meiri tíma til að finna gamla takt­inn en hann kepp­ir á ný eft­ir þriggja ára fjar­veru.

Ros­berg get­ur hins veg­ar ekki hugsað sér betri byrj­un í rimmu við hinn fræga liðsfé­laga sinn því hann sló hon­um við á æf­ing­un­um þrem­ur í gær og fyrra­dag, í tíma­tök­un­um í gær og svo loks í kapp­akstr­in­um í dag.

Alon­so hóf keppni þriðji en vann sig fram úr Massa í fyrstu tveim­ur beygj­um. Og hann sleppti Vettel aldrei langt og var bilið milli þeirra ein­ung­is 1,5 sek­únd­ur er keppn­in var rúm­lega hálfnuð. Á 34. hring af 49 hægði Vettel óvænt á sér á braut­inni á upp­hafs- og endakafl­an­um og til­kynnti að hann fengi ekki fullt afl úr mótorn­um. Í ljós kom að bil­un varð í púst­grein­um Red Bull-bíls­ins.

Þar með var hann ekki aðeins sýnd veiði fyr­ir Alon­so held­ur gef­in. Vand­ræði hans gátu Massa og Hamilt­on einnig nýtt sér, sem að fram­an seg­ir. Og hafi Massa gert sér von­ir um meira en annað sæti þá jók Alon­so upp úr þessu ferðina all vel - setti m.a. hraðasta hring dags­ins - og skóp sér fljót­lega ör­ugga for­ystu.

Hamilt­on var lengi vel á eft­ir Ros­berg en vann sig fram úr hon­um við dekkja­skipt­ing­ar. Sömu­leiðis skipt­ust þeir á sæt­um í stopp­um sín­um Jen­son Butt­on hjá McLar­en og Mark Webber hjá Red Bull. Báðir voru þeir síðustu 15 hring­ina rétt á eft­ir Schumacher en fengu aldrei tæki­færi til að leggja til at­lögu við hann.

Und­an bíl Webbers kom mik­ill reyk­mökk­ur í fyrstu beygj­um og varð það til þess að Robert Ku­bica hjá Renault missti sjón­ar á keppi­naut­um. Rakst hann utan í Adri­an Su­til hjá Force India með þeim af­leiðing­um að báðir snar­sneru á braut­inni og töpuðu mörg­um sæt­um. Kláruðu þeir í 11. og 12. sæti en hófu keppni í 9. og 10. sæti.

Liðsfé­lagi Ku­bica, nýliðinn Vita­ly Petrov, kom á óvart með því að vinna sig úr 17. sæti í það 11. á fyrsta hring. Hann varð hins veg­ar að hætta keppni eft­ir 14 hringi vegna bil­un­ar í fjöðrun.

Lot­us­bíl­arn­ir komust báðir í mark, ólíkt bíl­um hinna nýju liðanna, Hispania og Virg­in. Í öll­um til­vik­um var um bil­an­ir að ræða nema hjá Kar­un Chand­hok sem klessti utan í vegg. Þá varð Sauber að kalla báða bíla sína inn vegna bil­un­ar í vökv­a­kerfi.

Niðurstaða kapp­akst­urs­ins varð sem hér seg­ir:

Röð Ökuþór Bíll Tími
1. Alon­so Ferr­ari 1:39.20.396
2. Massa Ferr­ari +16.099
3. Hamilt­on McLar­en +23.182
4. Vettel Red Bull +38.713
5. Ros­berg Mercedes +40.263
6. Schumacher Mercedes +44.180
7. Butt­on McLar­en +45.260
8. Webber Red Bull +46.308
9. Liuzzi Force India +53.089
10. Barrichello Williams +1:02.400
11. Ku­bica Renault +1:09.093
12. Su­til Force India +1:22.958
13. Algu­ersu­ari Toro Rosso +1:32.656
14. Hul­ken­berg Williams +1 hring­ur
15. Kovalain­en Lot­us +1 hring­ur
16. Bu­emi Toro Rosso +3 hring­ir
17. Trulli Lot­us +3 hring­ir
Alonso getur vart hugsað sér betri byrjun með Ferrari en …
Alon­so get­ur vart hugsað sér betri byrj­un með Ferr­ari en sig­ur. reu­ters
Alonso á leið til sigurs með Massa skammt á eftir.
Alon­so á leið til sig­urs með Massa skammt á eft­ir. reu­ters
Vettel var ekki ógnað allt þar til mótorinn sveik hann …
Vettel var ekki ógnað allt þar til mótor­inn sveik hann í miðri keppni. reu­ters
Í ræsingunni gaf Webber frá sér mikinn reyk en ekkert …
Í ræs­ing­unni gaf Webber frá sér mik­inn reyk en ekk­ert amaði samt að bíln­um. reu­ters
Hamilton (t.h.) óskar sínum gamla félaga til hamingju með sigurinn.
Hamilt­on (t.h.) ósk­ar sín­um gamla fé­laga til ham­ingju með sig­ur­inn. reu­ters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert