Vettel á ráspól í Melbourne

Vettel í brautinni í Melbourne.
Vettel í brautinni í Melbourne. Reuters

Þýski ökuþór­inn Sebastian Vettel, sem ekur fyr­ir Red Bull-Renault, tryggði sér í morg­un rá­spól­inn í Ástr­al­íukapp­akstr­in­um í Mel­bour­ne sem fer fram á morg­un.

Liðsfé­lagi Vettels hjá Red Bull, Ástr­al­inn Mark Webber, varð ann­ar og Spán­verj­inn Fern­ando Alon­so, sem ekur fyr­ir Ferr­ari, varð þriðji. Michael Schumacher, fyrr­ver­andi heims­meist­ari, sem nú er að hefja keppni á ný, varð sjö­undi á Mercedes, en ann­ar fyrr­ver­andi heims­meist­ari, Lew­is Hamilt­on, ökumaður McLar­en, varð aðeins 11. í tíma­tök­un­um.

Þetta er í sjö­unda skipti sem Vettel nær rá­spól í Formúlu 1.

Heild­arstaðan í tíma­tök­un­um varð þessi: 

1. Sebastian Vettel, Red Bull, 1 mín­úta 23,919 sek­únd­ur
2. Mark Webber, Red Bull, 1:24,035
3. Fern­ando Alon­so, Ferr­ari, 1:24,111
4. Jen­son Butt­on, McLar­en-Mercedes, 1:24,675
5. Felipe Massa, Ferr­ari, 1:24,837
6. Nico Ros­berg, Mercedes GP, 1:24,884
7. Michael Schumacher, Mercedes GP, 1:24,927
8. Ru­bens Barrichello, Williams, 1:25,217
9. Robert Ku­bica, Renault, 1:25,372
10. Adri­an Su­til, Force India, 1:26,036

Úr leik eft­ir aðra lotu

11. Lew­is Hamilt­on,   McLar­en-Mercedes, 1:25,184
12 Sebastien Bu­emi,   Toro Rosso, 1:25,638
13 Tonio Liuzzi,   Force India, 1:25,743
14. Pedro De la Rosa, Sauber, 1:25,747
15 Nico Hul­ken­berg,   Williams, 1:25,748
16. Kamui Kobayashi,  Sauber, 1:25,777
17. Jaime Algu­ersu­ari,  Toro Rosso, 1:26,089

Úr leik eft­ir fyrstu lotu

18. Vita­ly Petrov, Renault, 1:26,471
19. Heikki Kovalain­en, Lot­us, 1:28,797
20. Jarno Trulli,  Lot­us, 1:29,111
21. Timo Glock,   Virg­in Rac­ing, 1:29,592
22. Lucas Di Grassi, Virg­in Rac­ing, 1:30,185
23. Bruno Senna,  Hispania Rac­ing, 1:30,526
24. Kar­un Chand­hok, Hispania Rac­ing, 1:30,613.


Bandaríksi kvikmyndaleikarinn John Travolta er í Melbourne og gaf í …
Banda­ríksi kvik­mynda­leik­ar­inn John Tra­volta er í Mel­bour­ne og gaf í morg­un eig­in­hand­arárit­an­ir á báða bóga. Reu­ters
Fernando Alonson í Ferraribíl sínum,
Fern­ando Alon­son í Ferr­ari­bíl sín­um, Reu­ters
Michael Schumacher, sem ekur fyrir Mercedes, í brautinni.
Michael Schumacher, sem ekur fyr­ir Mercedes, í braut­inni. Reu­ters
Jenson Button, sem ekur fyrir McLaren, varð fjórði.
Jen­son Butt­on, sem ekur fyr­ir McLar­en, varð fjórði. Reu­ters
Ástralinn Mark Webber er á heimavelli í Melbourne.
Ástr­al­inn Mark Webber er á heima­velli í Mel­bour­ne. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert