Lewis Hamilton hjá McLaren ók aftur hraðast, á seinni æfingu dagsins, í Sepang í Malasíu. Næst besta tímann setti Sebastian Vettel hjá Red Bull og þann þriðja besta Nico Rosberg hjá Mercedes.
Hóp 10 efstu ökumanna skipuðu nær sömu ökumenn og á fyrri æfingunni. Rosberg varð aðeins tveimur þúsundustu úr sekúndu fljótari með hringinn en Jenson Button hjá McLaren.
Í
næstu sætum urðu Michael Schumacher, sem um skeið átti besta tíma þar til Hamilton sló frá sér, Robert Kubica,
Fernando Alonso, Sebastien Buemi, Vitaly Petrov, Adrian Sutil.
Flestir ökumannanna settu sína bestu tíma á mýkri dekkjunum en hver á fætur öðrum kvartaði undan þeim og sögðu jafnvægi í bílnum skorta, tilhneigingar til vanstýringar gæta og afturendann gripvana með þau undir. Áttu ökumenn og erfitt með að halda sér á brautinni meðan þeir reyndu að temja mýkri dekkin.
Endingarskortur heldur áfram að hrella Red Bull því Mark Webber varð að leggja bíl sínum í malargryfju við brautarjaðar við níundu beygju eftir skamman akstur. Talið var að um mótorbilun hafi verið að ræða.Ferrariþórarnir völdu að nota tímann að mestu til að keyra í löngum lotum með fulla bensíntanka. Voru þeir þá lengstum fjórum sekúndum lengur að aka hringinn en fremstu menn og lágu í 17. og 19. sæti tímalistans.
Það var ekki fyrr en alveg í lokin að þeir Fernando Alonso og Felipe Massa settu mýkri dekkin undir. Þá var eins og slegið hafi veri ðí klárinn því Alonso skaust upp í sjöunda sæti. Massa bætti sig minna og átti 15. besta tímann að lokum.
Niðurstaða æfingarinnar varð annars sem hér segir:
Röð | Ökuþór | Bíll | Tími | Bil | Hri. |
---|---|---|---|---|---|
1. | Hamilton | McLaren | 1:34.175 | 27 | |
2. | Vettel | Red Bull | 1:34.441 | +0.266 | 28 |
3. | Rosberg | Mercedes | 1:34.443 | +0.268 | 30 |
4. | Button | McLaren | 1:34.538 | +0.363 | 24 |
5. | Schumacher | Mercedes | 1:34.674 | +0.499 | 30 |
6. | Kubica | Renault | 1:35.148 | +0.973 | 34 |
7. | Alonso | Ferrari | 1:35.581 | +1.406 | 34 |
8. | Buemi | Toro Rosso | 1:35.660 | +1.485 | 39 |
9. | Petrov | Renault | 1:35.872 | +1.697 | 20 |
10. | Sutil | Force India | 1:35.957 | +1.782 | 32 |
11. | Kobayashi | Sauber | 1:36.018 | +1.843 | 38 |
12. | Liuzzi | Force India | 1:36.221 | +2.046 | 34 |
13. | de la Rosa | Sauber | 1:36.325 | +2.150 | 33 |
14. | Alguersuari | Toro Rosso | 1:36.325 | +2.150 | 39 |
15. | Massa | Ferrari | 1:36.602 | +2.427 | 30 |
16. | Barrichello | Williams | 1:36.813 | +2.638 | 26 |
17. | Hulkenberg | Williams | 1:37.415 | +3.240 | 19 |
18. | Trulli | Lotus | 1:38.454 | +4.279 | 34 |
19. | Kovalainen | Lotus | 1:38.530 | +4.355 | 32 |
20. | Webber | Red Bull | 1:38.786 | +4.558 | 13 |
21. | Glock | Virgin | 1:39.061 | +4.886 | 23 |
22. | di Grassi | Virgin | 1:39.158 | +4.983 | 29 |
23. | Chandhok | HRT | 1:41.084 | +6.909 | 27 |
24. | Senna | HRT | 1:41.481 | +7.306 | 32 |