Endurkoma Schumacher voru mistök

Schumacher á undan Lewis Hamilton í kínverska kappakstrinum.
Schumacher á undan Lewis Hamilton í kínverska kappakstrinum. reuters

Þýskir fjölmiðlar segja, að endurkoma Michaels Schumacher til keppni í formúlu-1 hafi verið mistök. Ímynd hans hafi beðið hnekki í ljósi slaks árangurs það sem af er.

Þannig sýna skoðanakannanir, að 63,3% Þjóðverja séu á því að Schumacher hafi gert mistök með því að snúa aftur til keppni.

„Kannski hefur hann glatað einhverju af tilfinningunni fyrir því að stjórna kappakstursbíl á árunum þremur sem hann keppti ekki,“ segir Jos Verstappen, fyrrverandi félagi Schumacher hjá Benetton, um erfiðleika hans í keppni til þessa við blaðið De Telegraaf.

Í Þýskalandi hafa ýmsir komið Schumacher til varnar og þar er fremstur í flokki bróðir hans Ralf. „Hann veit það fyrstur manna að eftir þriggja ára keppnishlé snýr maður ekki aftur á toppinn í einu vetfangi. Hann á eftir að gera stóra hluti,“ segir Ralf við útbreiddasta blað Þýskalands, Bild.


Aðdáandi Schumacher bíður færis að ná eiginhandaráritun hans í Sjanghæ.
Aðdáandi Schumacher bíður færis að ná eiginhandaráritun hans í Sjanghæ. reuters
Schumacher á ferð á Mercedesbílnum.
Schumacher á ferð á Mercedesbílnum. reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert