Mark Webber hjá Red Bull var í þessu að vinna ráspól Mónakókappakstursins. Framan af lokalotunni setti Robert Kubica hjá Renault hvern hraðasta hringinn af öðrum en átti ekki svar við Webber í lokin. Þriðji Renaultknúni bíllinn varð í þriðja sæti, undir stjórn Sebastian Vettel.
Með þessu vann Webber ráspól annað mótið í röð en það gerði hann einnig í Barcelona á Spáni fyrir viku. Og jafnframt er Red Bull liðið ósigrað í tímatökum.
Það hefur verið yfirlýst stefna McLaren að vinna Mónakókappaksturinn en líkur á því dvínuðu mjög í tímatökunum þar sem Lewis Hamilton varð aðeins fimmti og Jenson Button áttundi.
Milli þeirra á rásmarkinu á morgun verða Nico Rosberg og Michael Schumacher hjá Mercedes. Í þeim innbyrðis slag hafði Rosberg nú betur, en var aðeins 46 þúsndustu úr sekúndu fljótari með hringinn en Schumacher.
Rubens Barrichello náði besta árangri Williams í þurrviðristímatökum í ár með níunda sæti en félagi hans og nýliðinn Nico Hülkenberg ók einnig vel og varð ellefti.
Tonio Liuzzi hjá Force India komst í lokaumferðina en liðsfélagi hans Adrian Sutil missti af þeim hluta annað mótið í röð, en hann hefur keppni í 12. sæti.
Niðurstaða tímatökunnar, og þar með rásröð morgundagsins, varð sem hér segir:
Röð | Ökuþór | Bíll | Lota 1 | Lota 2 | Lota 3 |
---|---|---|---|---|---|
1. | Webber | Red Bull | 1:15.035 | 1:14.462 | 1:13.826 |
2. | Kubica | Renault | 1:15.045 | 1:14.549 | 1:14.120 |
3. | Vettel | Red Bull | 1:15.110 | 1:14.568 | 1:14.227 |
4. | Massa | Ferrari | 1:14.757 | 1:14.405 | 1:14.283 |
5. | Hamilton | McLaren | 1:15.676 | 1:14.527 | 1:14.432 |
6. | Rosberg | Mercedes | 1:15.188 | 1:14.375 | 1:14.544 |
7. | Schumacher | Mercedes | 1:15.649 | 1:14.691 | 1:14.590 |
8. | Button | McLaren | 1:15.623 | 1:15.150 | 1:14.637 |
9. | Barrichello | Williams | 1:15.590 | 1:15.083 | 1:14901 |
10. | Liuzzi | Force India | 1:15.397 | 1:15:061 | 1:15.170 |
11. | Hülkenberg | Williams | 1:16.030 | 1:15.317 | |
12. | Sutil | Force India | 1:15.445 | 1:15.318 | |
13. | Buemi | Toro Rosso | 1:15.961 | 1:15.413 | |
14. | Petrov | Renault | 1:15.482 | 1:15.576 | |
15. | de la Rosa | Sauber | 1:15.908 | 1:15.692 | |
16. | Kobayashi | Sauber | 1:16.175 | 1:15.992 | |
17. | Alguersuari | Toro Rosso | 1:16.021 | 1:16.176 | |
18. | Kovalainen | Lotus | 1:17.094 | ||
19. | Trulli | Lotus | 1:17.134 | ||
20. | Glock | Virgin | 1:17.377 | ||
21. | di Grassi | Virgin | 1:17.864 | ||
22. | Senna | HRT | 1:18.509 | ||
23. | Chandhok | HRT | 1:19.559 | ||
24. | Alonso | Ferrari | Enginn tími |