Sýður enn á Webber vegna vængmálsins óvenjulega

Webber sigraði með yfirburðum í Silverstone.
Webber sigraði með yfirburðum í Silverstone. reuters

Mark Webber segist ekki myndu hafa framlengt samning sinn við Red Bull hefði hann trúað því að hann yrði meðhöndlaður með þeim hætti af hálfu liðsins sem gert var í Silverstone um helgina.

Kastljósið hefur beinst að Red Bull um helgina vegna þeirrar ákvörðunar liðsstjórans að setja í gærmorgun framvæng af bíl Webbers á keppnisbíl Sebastians Vettel.

Webber vann sigur í kappakstrinum í Silverstone með afgerandi hætti og endurspegla ummæli í talstöðinni eftir að yfir endamark var komið óánægju hans. „Ekki svo slæmt hjá ökumanni númer tvö,“ sagði hann eftir að keppnisstjóri hans óskaði honum til hamingju.

Ástralski ökuþórinn segist binda vonir við að vængmálið sé einstakt tilfelli og atvik af þessu tagi komi ekki upp aftur. Enda segist hann ekki myndu hafa framlengt veru sína hjá liðinu hefði hann talið sig myndu meðhöndlaðan með þeim hætti sem gert var.

Liðið átti aðeins eitt eintak af nýja vængnum og hafði það verið undir bíl Webbers. Lítur út fyrir að Vettel hafi krafist þess - og fengið sitt fram - að fá vænginn þar sem hann hafði aflað fleiri stiga í keppninni um heimsmeistaratitil ökumanna.


Hart barist í fyrstu beygju í dag; (f.v.) Webber, Hamilton …
Hart barist í fyrstu beygju í dag; (f.v.) Webber, Hamilton og Vettel. reutes
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert