Ferrari fær 12 milljóna sekt og stefnt fyrir rétt

Massa (t.h.) var ekki með hýrri há er hann gekk …
Massa (t.h.) var ekki með hýrri há er hann gekk inn á verðlaunapallinn í dag. reuters

Ferrariliðið hefur verið sektað um 100.000 dollara, jafnvirði rúmlega 12 milljóna króna, fyrir að beita liðsfyrirmælum í þýska kappakstrinum. Þá hefur liðinu verið stefnt fyrir íþróttaráð Alþjóða akstursíþróttasambandsins (FIA) sem ákveður hvort Ferrari bíði enn frekari refsing.

Líkja má íþróttaráðinu (WMSC) við rétt en það ákveður að undangenginni rannsókn hlutlægra aðila hvort brot sem vísað er til þess kalli á frekari refsingu en orðið er.

Fernando Alonso var færður sigur á silfurfati er stjórnendur Ferrari létu Felipe Massa hleypa honum fram úr sér á 48. hring kappakstursins í Hockenheim í dag.

Af hálfu Ferrari var því haldið fram að ekki hafi verið um liðsfyrirmæli að ræða, heldur aðeins um upplýsingagjöf til Massa að ræða. Eftirlitsdómarar kappakstursins voru annarrar skoðunar og féllust ekki á skýringar Ferrari.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert