Þó svo japanski ökumaðurinn Sakon Yamamoto hjá Hispania hafi lokið keppni í Suzuka síðastur þeirra sem komust alla leið í mark náði hann besta sæti frá þvíæ hann hóf keppni með liðinu í sumar.
„Ég er ánægður með árangurinn og vil þakka sérstaklega fyrir þann stuðning sem áhorfendur veittu mér,“ segir Yamamoto.
„Kappaksturinn var erfiður og ég átti á stundum í vanda með bensínþrýsting. Samt tókst mér að standa í stöðubaráttu og hafa hemil á keppinaut í fjölda hringja.
Það var sérstök tilfinning að keppa aftur í Suzuka og eiga þátt í að liðið kom báðum bílum á mark í sjötta sinn á árinu,“ sagði hann einnig.