Spáir Kubica skjótum bata

Kubica á Renaultinum í Valencia í síðustu viku.
Kubica á Renaultinum í Valencia í síðustu viku. reuters

Flavio Briatore heim­sótti Robert Ku­bica á sjúkra­hús í dag og spáði að því loknu, að hann yrði sest­ur und­ir stýri formúlu-1 bíls eft­ir um hálft ár. Hann sagði Ku­bica hafa bryddað upp á því sjálf­ur hvenær hann gæti snúið aft­ur til keppni eft­ir hið al­var­lega slys í ralli á Ítal­íu í gær.

„Hann var hress miðað við hið hrylli­lega slys sem hann varð fyr­ir. Ég er ánægður með fram­vindu hans og sátt­ur við heim­sókn­ina og spjall okk­ar,“ sagði Renault­stjór­inn fyrr­ver­andi.

„Ku­bica er ein­stak­ur ná­ungi og með mikla mögu­leika á að ná sér. Við rædd­um ekki slysið sjálft, held­ur um formúl­una al­mennt og mögu­leika hans á að keppa fljótt aft­ur. Miðað við formið sem hann var í og mögu­leika á að ná sér þá veðja ég á að hann verið kom­inn aft­ur í keppn­is­form eft­ir fimm til sex mánuði.

Bæklun­ar­lækn­ir­inn Igor Rossello, sem tók þátt í sjö stunda skurðaðgerð í gær, seg­ir að alltof snemmt sé að segja um hvort Ku­bica geti keppt aft­ur. „Það er úti­lokað að spá ein­hverju um það. Maður veit aldrei hvernig tauga­kerfið jafn­ar sig og mikið er und­ir vilja­styrk sjúk­lings­ins komið. Kapp­akst­urs­menn eru ein­stak­ir og fljót­ari að jafna sig en venju­legt fólk. Ég hef haft sjúk­ling sem náði 90% hreyfigetu í slasaða hönd,“ seg­ir hann.

Fern­ando Alon­so, ökumaður hjá Ferr­ari og keppi­naut­ur en jafn­framt per­sónu­leg­ur vin­ur Ku­bica, heim­sótti spít­al­ann einnig. 


Briatore.
Briatore. reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert