Reynsluakstri formúluliðanna fyrir komandi keppnistímabil lauk í Barcelona um helgina. Og til fyrsta móts, í Melbourne eftir tæpan hálfan mánuð, fer Ferrari með flesta kílómetra undir belti.
Um aksturinn fyrir Ferrari hafa keppnisþórarnir Fernando Alonso og Felipe Massa nær eingöngu séð. Hjá flestum öðrum liðum hefur hann dreifst á fleiri en sömuleiðis hafa ökumenn heimsmeistara Red Bull að nær öllu leyti séð um aksturinn þar á bæ.
Sauberliðið er óvænt í þriðja sæti hvað reynsluaksturskílómetra varðar og munar þar um, að liðið æfði meira en nokkurt annað í lokalotunni í Barcelona.
Brösuglega hefur gengið hjá McLaren og aðeins þrjú lið hafa ekið minna, þau hin sömu og mættu til leiks í fyrra í fyrsta sinn.
Niðurstaðan er annars sem hér segir:
Lið | Heildar km | Hringir | |
---|---|---|---|
Ferrari | 6930 | 1551 | |
Red Bull | 6120 | 1370 | |
Sauber | 5914 | 1316 | |
Mercedes | 5819 | 1295 | |
Force India | 5430 | 1225 | |
Toro Rosso | 5347 | 1193 | |
Renault | 5022 | 1124 | |
Williams | 4970 | 1116 | |
McLaren | 4714 | 1063 | |
Virgin | 4297 | 994 | |
Lotus | 4083 | 907 | |
Hispania | 1945 | 444 | |
Samtals | 60.636 | 13.578 |