Andvígur vistvænum mótorum í formúlunni

Ecclestone með tónskáldinu Andrew Lloyd-Webber við athöfn í London í …
Ecclestone með tónskáldinu Andrew Lloyd-Webber við athöfn í London í janúar sl. reuters

Sjónvarpsstöðvar munu hætta útsendingum frá formúlu-1 verði að veruleika að búa kappakstursbílana vistvænum vélum frá 2013. Það er skoðun Bernie Ecclestone, handhafa viðskiptaréttinda formúlunnar.

Samkvæmt fyrri samþykktum liggur fyrir að smærri og hverfilblásnar fjögurra strokka vélar verði í formúlu-1 bílum frá 2013. Þær munu verða mun vistvænni en núverandi vélar og mun hljóðlátari. Þetta segir Ecclestone vera til hins verra fyrir kappaksturinn.

„Ég er því öldungis algjörlega andvígur að taka upp þessar smærri túrbóvélar,“ segir Ecclestone við AAP-fréttastofuna í Ástralíu. „Við þörfnumst þeirra ekki, ef þær þykja svo nauðsynlegar þá mætti nota þær í keppni á götubílum.

Þetta er bara í þágu auglýsingamennsku og þessar vélar hafa ekkert með formúlu-1 að gera. Breytingarnar munu einungis kosta íþróttina hrikalega fjármuni. Ég er viss um að áhorfendur mæta ekki í brautarstúkurnar og sjónvarpsstöðvar munu snúa baki við íþróttinni,“ segir Ecclestone.

Hann játar að vera  „alveg upp á kant“ í þessum efnum við Jean Todt, forseta FIA. „Hann er ekki mótshaldari og fæst ekki við það að selja formúlu-1. Við erum ósammála um vélarnar og ég sé ekki af hverju við ættum að vera það,“ bætir Ecclestone við.

Hann er og á því að minni mótorhávaði muni draga úr áhuga á formúlu-1. „Ég hitti alls konar fólk úr hinum ýmsu geirum út um allan heim og það segir tvennt skipta virkilega miklu máli fyrir formúlu-1. Annað þeirra er Ferrari og hitt vélarhávaðinn. Fólk elskar hávaðann og er upprifið af honum. Hann hrífur og jafnvel meira konur en karla, konur elska hávaðann. Þegar þú spyrð fólk sem var að horfa á sinn fyrsta kappakstur hvað því fannst best, þá er svarið „hávaðinn“.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert