Robert Kubica hefur verið útskrifaður af Santa Corona spítalanum í borginni Pietra Ligune á Ítalíu eftir 11 vikna meðhöndlun í framhaldi af alvarlegu slysi í ralli.
Talsmaður sjúkrahússins segir að Kubica sé við góða heilsu og muni brátt hefja nýja endurhæfingarþjálfun utan spítalans, sem læknar spítalans munu hafa eftirlit með.
Kubica hlaut mörg beinbrot í rallslysinu og alvarlega skaða á hægri hendi en ekki vantað i mikuð upp á að hún færi af er vegrið úr stáli fór í gegnum bílinn í rallslysinu á Ítalíu í byrjun febrúar.
Hann ætlar að hvílast nokkra daga á heimili sínu í Mónakó áður en hann snýr aftur til Ítalíu til endurhæfingar.
Yfirlæknir endurhæfingarstöðvarinnar áætlar að hægt verði að segja til um það í ágústmánuði hvort og þá hvenær Kubica nái bata til að snúa aftur til keppni í formúlu-1 með Renault.