Jenson Button hjá McLaren var sæll með þriðja sætið í tímatökunum í Hungaroring og sagði ánægjulegt að komast aftur í keppnina um toppsætin á rásmarkinu.
Button hefur gengið erfiðlega í tímatökum að undanförnu en í síðustu fjórum mótum hefur hann ekki verið meðal fjögurra fremstu.
Árangur hans í Búdapest er sá besti frá í Mónakó en í dag var hann aðeins tveimur tíundu úr sekúndu frá því að vinna ráspólinn.
„Ég er býsna sæll, þetta var góður hringur og ég er ánægður með þriðja sætið. Takmarkið hefur verið að komast í fremstu sætin því ella á maður erfitt uppdráttar í kappakstrinum. Vonandi verður keppnin á morgun skemmtileg,“ sagði Button.