Mark Webber hjá Red Bull var í þessu að vinna brasilíska kappaksturinn, liðsfélagi hans Sebastian Vettel hægði á og hleypti honum fram úr á 29. hring af 71 - að því er sagt vegna gírkassabilunar. Vettel hélt samt áfram óskorið og varð annar.
Hvort um „gjöf“ var að ræða af hálfu Vettels er spurning sem fæst seint eða aldrei svarað. Og gildir líklega einu því yfirburðir bíla Red Bull voru einfaldlega of miklir fyrir hin liðin.
Sigurinn er sá fyrsti sem Webber vinnur frá í ungverska kappakstrinum í Búdapest í fyrra. Og sá sjöundi á ferlinum. Hann hefur áðið staðið á efsta pallþrepinu í Sao Paulo, eða fyrir tveimur árum. Með sigrinum og Alonso í fjórða sæti komst Webber upp í þriðja sæti í keppninni um titil ökuþóra, varð einu stigi ofar Alonso.
Jenson Button hjá McLaren varð þriðji, vann sig fram úr Fernando Alonso hjá Ferrari á herfræði og vel útfærðum dekkjaskiptingum. Áður hafði Alonso unnið sig fram úr McLarenmönnum. Fyrst Lewis Hamilton í ræsingunni og vann sig síðan fram úr Button á 11. hring með glæsilegum tilþrifum og framúrakstris utanvert í beygjunni.
Alonso komst vel frá Button framan af en missti ferð á hörðum dekkjum í lokalotunni og gat engan veginn varist þegar Button gat opnað vænginn til að auka ferðina, en þá voru 11 hringir eftir. Var Vettel of langt á undan til að McLarenþórinn ætti möguleika á að draga hann uppi. Þótt það minnkaði fyrst um eina til tvær sekúndur hélst bilið milli þeirra í raun alveg óbreytt.
Hamilton varð fyrir því um miðjan kappaksturinn að gírkassi hans gaf sig og var þá sjálfhætt. Button varð einnig að leggja bíl sínum utan brautar rétt eftir að hafa ekið yfir marklínuna, hafði ekki bensín til að komast innhringinn heim að bílskúr.
Adrian Sutil stóð sig vel og endaði í sjötta sæti á Force India bílnum, sæti framar en landi hans Nico Rosberg á Mercedes og tveimur á undan liðsfélaga sínum Paul di Resta. Kamui Kobayashi varð níundi og tryggði Sauberliðinu sjöunda sætið í keppni bílsmiða þar sem hvorugur ökumaður Toro Rosso skilaði sér í stigasæti. Vitaly Petrov hjá Renault vann síðasta stigið sem í boði var með því að verða tíundi í mark.
Heimamaðurinn Rubens Barrichello hjá Williams var hugsanlega að keppa í síðasta sinn í formúlu-1. Það gat vart byrjað betur því hann féll úr 12. sæti í það 21. á fyrstu metrunum. Þrátt fyrir góða sókn alla tíð vann hann sig ekki lengra fram á við nema í 14. sæti.